"Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" 3. apríl 2013 22:04 Kjarnorkuþróunarsvæði í Norður-Kóreu. Nordicphotos/Getty „Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. Jón Hákon sat fyrir svörum í Reykjavík Síðdegis í dag og ræddi um Norður-Kóreu. Hann segir leiðtoga landsins hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár og geri enn. „Þeir hugsa bara um sjálfa sig. Þeir reka Norður-Kóreu eins og stórt svínabú eða laxeldi. Fólkið hefur ekkert að segja og fær engu ráðið," segir Jón Hákon. Rétt í seinni tíð sé fólk farið að fá nasaþef af lífinu utan Norður-Kóreu. Hann segir Suður-Kóreumenn háða því að Norður-Kórea hagi sér vel. Um leið og þeir byrji fari allt í rúst beggja vegna landamæranna. „Þeim til hjálpar koma auðvitað Bandaríkjamenn og Japanir. Kínverjar munu þó sitja á þessu pottloki því þeir óttast mest ef Norður-Kórea hrynur að milljónir manna muni streyma yfir til Kína. Þess vegna eru þeir tregir að taka þátt í alþjóðlegum ráðstöfunum." Jón Hákon minnir á að Kínverjar hafi sína stefnu. Þeir vilji vera eitt voldugasta ríki veraldar bæði á sviði efnahags og stjórnmála. „En þeir þurfa að hafa Norður-Kóreu því annars er Suður-Kórea komin upp að kínversku landamærunum og þar með bandaríski herinn að þeir telja." Jón Hákon hefur ekki séð nein merki þess að Kim Jong-un sé frjálslyndari leiðtogi en forverar sínir tveir í starfi. „Raunin er sú að hann er ekkert betri en hinir. Hann er kannski ekki nógu greindur eða klár og veit ekki hvað hann á að gera. Honum er stýrt af herforingjaklíku." Varðandi hermátt Norður-Kóreu segir Jón Hákon: „Þeir eru nógu máttugir til að gera usla í Suður-Kóreu. Þeir geta gert djöfulgang þar og sökkt einhverjum skipum en það sem þeir óttast mest eru þessar nýju sprengjuflugvélar sem sjást ekki á radar." Þess vegna séu þeir svo hræddir við Bandaríkjamenn að sögn Jóns Hákons. Þeir telji að þær geti komið yfir Norður-Kóreu og lagt landið í rúst. Hann taldi í viðtalinu, sem tekið var síðdegis í dag, ekki miklar líkur á að stríð myndi brjótast út. „Ekki nema þessir bjálfar fari af stað." Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
„Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. Jón Hákon sat fyrir svörum í Reykjavík Síðdegis í dag og ræddi um Norður-Kóreu. Hann segir leiðtoga landsins hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár og geri enn. „Þeir hugsa bara um sjálfa sig. Þeir reka Norður-Kóreu eins og stórt svínabú eða laxeldi. Fólkið hefur ekkert að segja og fær engu ráðið," segir Jón Hákon. Rétt í seinni tíð sé fólk farið að fá nasaþef af lífinu utan Norður-Kóreu. Hann segir Suður-Kóreumenn háða því að Norður-Kórea hagi sér vel. Um leið og þeir byrji fari allt í rúst beggja vegna landamæranna. „Þeim til hjálpar koma auðvitað Bandaríkjamenn og Japanir. Kínverjar munu þó sitja á þessu pottloki því þeir óttast mest ef Norður-Kórea hrynur að milljónir manna muni streyma yfir til Kína. Þess vegna eru þeir tregir að taka þátt í alþjóðlegum ráðstöfunum." Jón Hákon minnir á að Kínverjar hafi sína stefnu. Þeir vilji vera eitt voldugasta ríki veraldar bæði á sviði efnahags og stjórnmála. „En þeir þurfa að hafa Norður-Kóreu því annars er Suður-Kórea komin upp að kínversku landamærunum og þar með bandaríski herinn að þeir telja." Jón Hákon hefur ekki séð nein merki þess að Kim Jong-un sé frjálslyndari leiðtogi en forverar sínir tveir í starfi. „Raunin er sú að hann er ekkert betri en hinir. Hann er kannski ekki nógu greindur eða klár og veit ekki hvað hann á að gera. Honum er stýrt af herforingjaklíku." Varðandi hermátt Norður-Kóreu segir Jón Hákon: „Þeir eru nógu máttugir til að gera usla í Suður-Kóreu. Þeir geta gert djöfulgang þar og sökkt einhverjum skipum en það sem þeir óttast mest eru þessar nýju sprengjuflugvélar sem sjást ekki á radar." Þess vegna séu þeir svo hræddir við Bandaríkjamenn að sögn Jóns Hákons. Þeir telji að þær geti komið yfir Norður-Kóreu og lagt landið í rúst. Hann taldi í viðtalinu, sem tekið var síðdegis í dag, ekki miklar líkur á að stríð myndi brjótast út. „Ekki nema þessir bjálfar fari af stað." Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18
Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54