"Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" 3. apríl 2013 22:04 Kjarnorkuþróunarsvæði í Norður-Kóreu. Nordicphotos/Getty „Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. Jón Hákon sat fyrir svörum í Reykjavík Síðdegis í dag og ræddi um Norður-Kóreu. Hann segir leiðtoga landsins hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár og geri enn. „Þeir hugsa bara um sjálfa sig. Þeir reka Norður-Kóreu eins og stórt svínabú eða laxeldi. Fólkið hefur ekkert að segja og fær engu ráðið," segir Jón Hákon. Rétt í seinni tíð sé fólk farið að fá nasaþef af lífinu utan Norður-Kóreu. Hann segir Suður-Kóreumenn háða því að Norður-Kórea hagi sér vel. Um leið og þeir byrji fari allt í rúst beggja vegna landamæranna. „Þeim til hjálpar koma auðvitað Bandaríkjamenn og Japanir. Kínverjar munu þó sitja á þessu pottloki því þeir óttast mest ef Norður-Kórea hrynur að milljónir manna muni streyma yfir til Kína. Þess vegna eru þeir tregir að taka þátt í alþjóðlegum ráðstöfunum." Jón Hákon minnir á að Kínverjar hafi sína stefnu. Þeir vilji vera eitt voldugasta ríki veraldar bæði á sviði efnahags og stjórnmála. „En þeir þurfa að hafa Norður-Kóreu því annars er Suður-Kórea komin upp að kínversku landamærunum og þar með bandaríski herinn að þeir telja." Jón Hákon hefur ekki séð nein merki þess að Kim Jong-un sé frjálslyndari leiðtogi en forverar sínir tveir í starfi. „Raunin er sú að hann er ekkert betri en hinir. Hann er kannski ekki nógu greindur eða klár og veit ekki hvað hann á að gera. Honum er stýrt af herforingjaklíku." Varðandi hermátt Norður-Kóreu segir Jón Hákon: „Þeir eru nógu máttugir til að gera usla í Suður-Kóreu. Þeir geta gert djöfulgang þar og sökkt einhverjum skipum en það sem þeir óttast mest eru þessar nýju sprengjuflugvélar sem sjást ekki á radar." Þess vegna séu þeir svo hræddir við Bandaríkjamenn að sögn Jóns Hákons. Þeir telji að þær geti komið yfir Norður-Kóreu og lagt landið í rúst. Hann taldi í viðtalinu, sem tekið var síðdegis í dag, ekki miklar líkur á að stríð myndi brjótast út. „Ekki nema þessir bjálfar fari af stað." Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
„Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. Jón Hákon sat fyrir svörum í Reykjavík Síðdegis í dag og ræddi um Norður-Kóreu. Hann segir leiðtoga landsins hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár og geri enn. „Þeir hugsa bara um sjálfa sig. Þeir reka Norður-Kóreu eins og stórt svínabú eða laxeldi. Fólkið hefur ekkert að segja og fær engu ráðið," segir Jón Hákon. Rétt í seinni tíð sé fólk farið að fá nasaþef af lífinu utan Norður-Kóreu. Hann segir Suður-Kóreumenn háða því að Norður-Kórea hagi sér vel. Um leið og þeir byrji fari allt í rúst beggja vegna landamæranna. „Þeim til hjálpar koma auðvitað Bandaríkjamenn og Japanir. Kínverjar munu þó sitja á þessu pottloki því þeir óttast mest ef Norður-Kórea hrynur að milljónir manna muni streyma yfir til Kína. Þess vegna eru þeir tregir að taka þátt í alþjóðlegum ráðstöfunum." Jón Hákon minnir á að Kínverjar hafi sína stefnu. Þeir vilji vera eitt voldugasta ríki veraldar bæði á sviði efnahags og stjórnmála. „En þeir þurfa að hafa Norður-Kóreu því annars er Suður-Kórea komin upp að kínversku landamærunum og þar með bandaríski herinn að þeir telja." Jón Hákon hefur ekki séð nein merki þess að Kim Jong-un sé frjálslyndari leiðtogi en forverar sínir tveir í starfi. „Raunin er sú að hann er ekkert betri en hinir. Hann er kannski ekki nógu greindur eða klár og veit ekki hvað hann á að gera. Honum er stýrt af herforingjaklíku." Varðandi hermátt Norður-Kóreu segir Jón Hákon: „Þeir eru nógu máttugir til að gera usla í Suður-Kóreu. Þeir geta gert djöfulgang þar og sökkt einhverjum skipum en það sem þeir óttast mest eru þessar nýju sprengjuflugvélar sem sjást ekki á radar." Þess vegna séu þeir svo hræddir við Bandaríkjamenn að sögn Jóns Hákons. Þeir telji að þær geti komið yfir Norður-Kóreu og lagt landið í rúst. Hann taldi í viðtalinu, sem tekið var síðdegis í dag, ekki miklar líkur á að stríð myndi brjótast út. „Ekki nema þessir bjálfar fari af stað." Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18
Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54