Körfubolti

Rekinn eftir birtingu myndbandsins

Mike Rice hefur verið vikið úr starfi sem þjálfari háskólaliðs Rutgers í körfubolta. Áður óbirt myndband sem sýnir vafasamar þjálfaraaðferðir Rice virðast hafa kostað hann starfið.

Í myndbandinu sem birt var á Vísi fyrr í dag sést Rice kasta boltum í leikmenn sína, kalla þá öllum illum nöfnum, sparka í þá og hrinda. Fyrir fjórum mánuðum var Rice settur í þriggja leikja bann fyrir slæma hegðun á æfingum og sektaður um rúmar sex milljónir króna fyrir slæma hegðun á æfingum.

Yfirmaður íþróttamála hjá háskólanum, Tim Pernetti, segir að um mistök hafi verið að ræða. Nú verði unnið hörðum höndum að því að endurvinna traust háskólasamfélagsins.

Brottvikning Rutgers var staðfest á Twitter-síðu háskólans í dag. Þar segir:

"Í ljósi nýbirtra upplýsinga og fyrirliggjandi vandamála hefur Rutgers ákveðið að slíta samningi sínum við Mike Rice."

Myndbandið umtalaða má sjá hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×