Handbolti

Aron Rafn: Væri ekki hér ef ég væri ekki tilbúinn

Arnar Björnsson ræddi við þjálfara íslenska landsliðsins og leikmenn fyrir leikinn mikilvæga gegn Rússum í dag.

Einn þeirra er markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson sem var valinn fram yfir Hreiðar Levý Guðmundsson í landsliðið. Það mun koma í hlut hans og Björgvins Páls Gústavssonar að standa vaktina í íslenska markinu.

„Ég væri ekki hér ef ég væri ekki tilbúinn," sagði Aron Rafn sem á nú möguleika á að „auglýsa" sig fyrir atvinnumannalið í Evrópu.

„Ég hef ekki hugsað svo langt. Ég hugsa bara um mótið núna og svo kemur í ljós hvað verður. Það getur verið að ég fái samning en ég er ekki að hugsa um það."

Arnar ræðir einnig við þá Aron Kristjánsson þjálfara, Snorra Stein Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson um leikinn gegn Rússum í dag. Viðtölin má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×