Bono eyðir áramótunum á Íslandi Jón Júlíus Karlsson skrifar 31. desember 2013 16:26 Bono, söngvari U2, mun eyða áramótunum á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni og vinum. Hann lenti með einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag eftir flug frá Dublin. Að sögn Kára Sturlusonar tónleikahaldara þá mun Bono og fjölskylda líklega halda aftur af landi brott á morgun. Það er þó óvíst og gæti vel farið svo að dvöl tónlistarmannsins verði lengri. Vísir var á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar Bono kom til landsins. Hann gaf ekki færi á viðtali en veifaði til fréttamanns og tökumanns Stöðvar 2. Með í för var Íslandsvinurinn og tónlistarmaðurinn Damien Rice. Bono eða Paul David Hewson sem hann heitir réttu nafni, er söngvari hljómsveitarinnar U2 sem er ein þekktasta hljómsveit heims. Ekki er vitað til þess að Bono hafi áður komið til Íslands. U2 hefur gefið frá sér 12 hljóðsversplötur á ferlinum og á sveitin sér marga aðdáendur á Íslandi. Hljómsveitin U2 var stofnuð árið 1976 og kom fyrsta plata sveitarinnar út árið 1980 sem fékk nafnið Boy. Síðasta plata sveitarinnar kom út árið 2009. Bono er 53 ára gamall og með í för er eiginkona hans, Alison Hewson, og öll fjögur börn þeirra. Tengdaforeldrar Bono eru einnig með í för. Mikill vinskapur er milli Bono og Damien Rice. Þeir eru báðir Írar. Bono og fylgdarlið dvelur á hóteli í Reykjavík yfir áramót en samkvæmt heimildum Vísis þá hefur hópurinn einnig í hyggju að bregða sér út fyrir borgarmörkin og skoða íslenska náttúru.Bono lenti á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum. Hann mun eyða áramótunum á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni og vinum.Mynd/Jóhann Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Bono, söngvari U2, mun eyða áramótunum á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni og vinum. Hann lenti með einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag eftir flug frá Dublin. Að sögn Kára Sturlusonar tónleikahaldara þá mun Bono og fjölskylda líklega halda aftur af landi brott á morgun. Það er þó óvíst og gæti vel farið svo að dvöl tónlistarmannsins verði lengri. Vísir var á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar Bono kom til landsins. Hann gaf ekki færi á viðtali en veifaði til fréttamanns og tökumanns Stöðvar 2. Með í för var Íslandsvinurinn og tónlistarmaðurinn Damien Rice. Bono eða Paul David Hewson sem hann heitir réttu nafni, er söngvari hljómsveitarinnar U2 sem er ein þekktasta hljómsveit heims. Ekki er vitað til þess að Bono hafi áður komið til Íslands. U2 hefur gefið frá sér 12 hljóðsversplötur á ferlinum og á sveitin sér marga aðdáendur á Íslandi. Hljómsveitin U2 var stofnuð árið 1976 og kom fyrsta plata sveitarinnar út árið 1980 sem fékk nafnið Boy. Síðasta plata sveitarinnar kom út árið 2009. Bono er 53 ára gamall og með í för er eiginkona hans, Alison Hewson, og öll fjögur börn þeirra. Tengdaforeldrar Bono eru einnig með í för. Mikill vinskapur er milli Bono og Damien Rice. Þeir eru báðir Írar. Bono og fylgdarlið dvelur á hóteli í Reykjavík yfir áramót en samkvæmt heimildum Vísis þá hefur hópurinn einnig í hyggju að bregða sér út fyrir borgarmörkin og skoða íslenska náttúru.Bono lenti á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum. Hann mun eyða áramótunum á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni og vinum.Mynd/Jóhann
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira