Blása í herlúðra gegn lúsinni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. september 2013 10:40 Hjúkrunarfræðinemar ætla að kemba börn og starfsfólk. Mynd/samsett mynd Eins og öll börnin sem byrjuð eru í skólanum að nýju á hausti er lúsin mætt á svæðið. Síðasta vetur var háð mikil barátta við lúsina og þá sérstaklega í Vesturbæjarskóla. „Síðasta vetur háðum við mikla baráttu. Við reyndum að losa okkur við lúsina úr hári barnanna okkar. Allir voru orðnir langþreyttir á fréttum af lúsinni sem dúkkaði alltaf upp aftur, ódrepandi að því virtist,“ segir í bréfi frá Döllu Jóhannsdóttur, formanni foreldrafélags Vesturbæjarskóla. „En nú blásum við í herlúðra og ráðumst til atlögu í byrjun skólaárs.“ Dalla segir í samtali við Vísis að starfsfólk og börn verði kembd tvisvar sinnum með mánaðar millibili. „Nemar á þriðja ári í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands munu koma og sjá um að kemba. Ef það finnst lús þá hringjum við í foreldra. Svo hringjum við aftur og athugum hvernig baráttan gangi. Einnig látum við frístundaheimili og leikskóla í hverfinu vita af þessu átaki og vonumst til að allir taki þátt,“ segir Dalla. Fleiri skólar berjast við lúsina þessa dagana og eru allir foreldrar hvattir til að kemba börnin. Samkvæmt sóttvarnasviði Landlæknis hafa lúsatilfelli fimmfaldast á einu ári. Höfuðlús er afar smitandi en lúsin getur leynst í hárinu í margar vikur án þess að kláði komi fram. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu embætti landlæknis. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Eins og öll börnin sem byrjuð eru í skólanum að nýju á hausti er lúsin mætt á svæðið. Síðasta vetur var háð mikil barátta við lúsina og þá sérstaklega í Vesturbæjarskóla. „Síðasta vetur háðum við mikla baráttu. Við reyndum að losa okkur við lúsina úr hári barnanna okkar. Allir voru orðnir langþreyttir á fréttum af lúsinni sem dúkkaði alltaf upp aftur, ódrepandi að því virtist,“ segir í bréfi frá Döllu Jóhannsdóttur, formanni foreldrafélags Vesturbæjarskóla. „En nú blásum við í herlúðra og ráðumst til atlögu í byrjun skólaárs.“ Dalla segir í samtali við Vísis að starfsfólk og börn verði kembd tvisvar sinnum með mánaðar millibili. „Nemar á þriðja ári í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands munu koma og sjá um að kemba. Ef það finnst lús þá hringjum við í foreldra. Svo hringjum við aftur og athugum hvernig baráttan gangi. Einnig látum við frístundaheimili og leikskóla í hverfinu vita af þessu átaki og vonumst til að allir taki þátt,“ segir Dalla. Fleiri skólar berjast við lúsina þessa dagana og eru allir foreldrar hvattir til að kemba börnin. Samkvæmt sóttvarnasviði Landlæknis hafa lúsatilfelli fimmfaldast á einu ári. Höfuðlús er afar smitandi en lúsin getur leynst í hárinu í margar vikur án þess að kláði komi fram. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu embætti landlæknis.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira