Frönsk söngkona klæðist íslenskri hönnun á tónleikum Ása Ottesen skrifar 5. september 2013 10:00 Sævar Markús Óskarsson hannar kjóla fyrir söngkonu frönsku hljómsveitarinnar Melody's Echo Chamber. FRÉTTABLAÐIÐ/Vilhelm „Við eigum sameiginlegan vin í París sem kynnti okkur. Eftir að hafa spjallað komumst við að því að við eigum ansi mikið sameiginlegt,“ segir fatahönnuðurinn Sævar Markús Óskarsson, sem sérhannar kjóla fyrir frönsku söngkonuna Melody Prochet. Hún er meðlimur frönsku poppsveitarinnar Melody‘s Echo Chamber, sem hlotið hefur frábæra dóma fyrir samnefnda plötu sína í tónlistartímaritunum Q Magazine og Drownd In Sound. „Hún er einstaklega hrifin af hönnun minni og kjólarnir sem ég er að gera fyrir hana eru með aðeins öðruvísi mynstrum en ég hef venjulega verið að gera. Hún mun klæðast kjólunum á tónleikum og ýmsum öðrum viðburðum,“ segir Sævar, sem vinnur nú að gerð nýrrar fatalínu sem verður fáanleg í versluninni Kiosk innan skamms.Melody Prochet er hrifin af hönnun Sævars Markúsar.nordicphotos/gettyAðspurður segir Sævar að það sé mikið hrós fyrir sig sem fatahönnuð að fá að hanna flíkur á Melody. „Hún hefur fengið mikið lof fyrir sína fyrstu plötu og það verður áhugavert að sjá hvernig okkar samstarf mun þróast í nánustu framtíð,“ segir hann að lokum. Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Við eigum sameiginlegan vin í París sem kynnti okkur. Eftir að hafa spjallað komumst við að því að við eigum ansi mikið sameiginlegt,“ segir fatahönnuðurinn Sævar Markús Óskarsson, sem sérhannar kjóla fyrir frönsku söngkonuna Melody Prochet. Hún er meðlimur frönsku poppsveitarinnar Melody‘s Echo Chamber, sem hlotið hefur frábæra dóma fyrir samnefnda plötu sína í tónlistartímaritunum Q Magazine og Drownd In Sound. „Hún er einstaklega hrifin af hönnun minni og kjólarnir sem ég er að gera fyrir hana eru með aðeins öðruvísi mynstrum en ég hef venjulega verið að gera. Hún mun klæðast kjólunum á tónleikum og ýmsum öðrum viðburðum,“ segir Sævar, sem vinnur nú að gerð nýrrar fatalínu sem verður fáanleg í versluninni Kiosk innan skamms.Melody Prochet er hrifin af hönnun Sævars Markúsar.nordicphotos/gettyAðspurður segir Sævar að það sé mikið hrós fyrir sig sem fatahönnuð að fá að hanna flíkur á Melody. „Hún hefur fengið mikið lof fyrir sína fyrstu plötu og það verður áhugavert að sjá hvernig okkar samstarf mun þróast í nánustu framtíð,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira