Fótbolti

Þór/KA gæti mætt Söru og Þóru

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þór/KA fagnar Íslandsmeistaratitlinum síðastliðið sumar.
Þór/KA fagnar Íslandsmeistaratitlinum síðastliðið sumar. Mynd/Auðunn Níelsson
Íslandsmeistararnir sumarið 2012, Þór/KA, verða í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á fimmtudaginn.

Knattspyrnusamband Evrópu hefur skipt liðunum 32 í tvo flokka eftir styrkleika. LdB Malmö er í áttunda sæti listans en útreikningar hans byggjast á árangri undanfarinna ára í Evrópukeppni.

Meðal annarra liða í efri styrkleikaflokknum má nefna Evrópumeistara Wolfsburg, Lyon, Turbine Potsdam og Arsenal. FK Zorkiy, sem sló Stjörnuna úr leik í keppninni í fyrra, er í 13. sæti listans.

Þór/KA er í neðri styrkleikaflokknum ásamt Tyresö frá Svíþjóð og Barcelona frá Spáni. Þór/KA situr í 27. sæti listans.

Lið frá sömu þjóð geta ekki mæst í 32-liða úrslitum. Þá geta lið sem voru saman í riðli í undankeppninni ekki dregist saman. Glasgow City getur því ekki mætt FC Twente.

Fyrri leikirnir fara fram 9. og 10. október en síðari leikirnir viku síðar. Þór/KA og hin liðin í neðri styrkleikaflokknum eiga fyrri leikinn á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×