Christian Bale í nýjustu mynd Baltasars - "Einn sá brjálaðasti í bransanum" Boði Logason skrifar 19. febrúar 2013 17:58 Baltasar Kormákur "Já ég get staðfest það, það er verið að semja við hann en ég veit ekki hvort að samningar hafa náðst," segir leikstjórinn Baltasar Kormákur, sem leikstýrir myndinni Everest sem tekin verður upp í sumar. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því í dag að Christian Bale muni leika aðalhlutverkið í myndinni og staðfestir Baltasar að samningar hafa staðið yfir. „Hann er æðislegur leikari, einn albesti og sá brjálaðasti í bransanum enda nýbúinn að vinna Óskarsverðlaun. Við hittumst og ég sýndi honum Djúpið, og hann hafði mikinn áhuga á að gera þetta. Ég er búinn að berjast fyrir því að fá hann í þetta og sóttist eftir því. Þetta er risadæmi og ég er núna að reyna sannfæra alla um að taka hana hérna upp á Íslandi, við ætlum að fara á Vatnajökul og Mýrdalsjökul á morgun til að skoða hugsanlega tökustaði. Þeir eru komnir hingað að utan til þess að kíkja á það, það er mikill áhugi fyrir því - það gæti farið svo að myndin yrði tekin upp hér og í Nepal," segir hann. Kvikmyndin Everest er byggð á bókinni Into Thin Air, sem á íslensku heitir Á fjalli lífs og dauða. Bókin fjallar um frásögn Jon Krakauer um tvo daga árið 1996 þegar átta manns létust á Mount Everest Hann segir að það skipti sig miklu máli að fá að taka upp hér á landi. „Það er mikið af góðu fólki hér sem ég treysti í erfiðum aðstæðum. Það er líka auðveldara að komast upp á fjall hér en víða annars staðar. Það er nánast hægt að keyra upp á Vatnajökul og svo viltu ekki vinna þar sem er þunnt loftslag þannig að menn geti ekki andað, þú vilt vilt vera í aðstæðum þar sem hægt er að vinna," segir hann. Þá sé það ánægjulegt að geta komið með pening inn í hagkerfið. „Þetta eru hátt í 10 milljarðar sem myndin er gerð fyrir og það er gott að koma með það inn í hagkerfið. Það var alltaf stefnan hjá mér að koma með eins mörg verkefni hingað og ég get. Síðasta mynd gerðist í eyðimörk þannig það var erfiðara - það gekk ekki alveg upp," segir Baltasar að lokum. Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
"Já ég get staðfest það, það er verið að semja við hann en ég veit ekki hvort að samningar hafa náðst," segir leikstjórinn Baltasar Kormákur, sem leikstýrir myndinni Everest sem tekin verður upp í sumar. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því í dag að Christian Bale muni leika aðalhlutverkið í myndinni og staðfestir Baltasar að samningar hafa staðið yfir. „Hann er æðislegur leikari, einn albesti og sá brjálaðasti í bransanum enda nýbúinn að vinna Óskarsverðlaun. Við hittumst og ég sýndi honum Djúpið, og hann hafði mikinn áhuga á að gera þetta. Ég er búinn að berjast fyrir því að fá hann í þetta og sóttist eftir því. Þetta er risadæmi og ég er núna að reyna sannfæra alla um að taka hana hérna upp á Íslandi, við ætlum að fara á Vatnajökul og Mýrdalsjökul á morgun til að skoða hugsanlega tökustaði. Þeir eru komnir hingað að utan til þess að kíkja á það, það er mikill áhugi fyrir því - það gæti farið svo að myndin yrði tekin upp hér og í Nepal," segir hann. Kvikmyndin Everest er byggð á bókinni Into Thin Air, sem á íslensku heitir Á fjalli lífs og dauða. Bókin fjallar um frásögn Jon Krakauer um tvo daga árið 1996 þegar átta manns létust á Mount Everest Hann segir að það skipti sig miklu máli að fá að taka upp hér á landi. „Það er mikið af góðu fólki hér sem ég treysti í erfiðum aðstæðum. Það er líka auðveldara að komast upp á fjall hér en víða annars staðar. Það er nánast hægt að keyra upp á Vatnajökul og svo viltu ekki vinna þar sem er þunnt loftslag þannig að menn geti ekki andað, þú vilt vilt vera í aðstæðum þar sem hægt er að vinna," segir hann. Þá sé það ánægjulegt að geta komið með pening inn í hagkerfið. „Þetta eru hátt í 10 milljarðar sem myndin er gerð fyrir og það er gott að koma með það inn í hagkerfið. Það var alltaf stefnan hjá mér að koma með eins mörg verkefni hingað og ég get. Síðasta mynd gerðist í eyðimörk þannig það var erfiðara - það gekk ekki alveg upp," segir Baltasar að lokum.
Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira