Yrkir um fugla, fótbolta og blaðasöluárin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2013 15:30 Auðunn Gestsson Fyrrverandi blaðasali og núverandi ljóðskáld. Mynd/GVA Það hefur verið nóg að gera hjá Auðuni Gestssyni síðustu daga. Hann hefur tekið þátt í hátíðinni List án landamæra af lífi og sál og lesið upp úr nýju ljóðabókinni sinni, Ljóðin mín. Hún var gefin út í tilefni sjötíu og fimm ára afmælis hans í febrúar og birtir fallega sýn hans á heiminn. Gunna, frænka Auðuns, er í heimsókn þegar blaðamaður bankar upp á hjá honum í vistlegu sambýli á Vesturbrún. Þar hefur hann stórt herbergi og einstaklega snyrtilegt. Íslenski fótboltinn er í uppáhaldi og litlir búningar helstu liðanna eru nældir upp á töflu. Fallegt fjallamálverk eftir hann sjálfan er ofan við skrifborðið og mynd af honum og vini hans Emil í Kattholti líka. „Við Emil erum tvíburabræður,“ segir Auðunn sposkur og fer með langa sögu um það þegar hann fór í heimsókn í Smálöndin sem lítill strákur og Emil faðmaði hann að sér en pabbinn dæsti og sagði: „Oh, er nú kominn annar prakkari í Kattholt.“ Flatey á Breiðafirði eru æskuslóðir Auðuns. Hann var einn af sjö systkinum en var kornungur þegar hann missti mömmu sína. Þá tók stóra systir hans Gerður við og hjá henni bjó hann þar til fyrir fjórum árum. Hann fór síðast til Flateyjar ekki alls fyrir löngu en saknaði bæði sjónvarpsins og þess að fá ekki blöðin daglega. Auðunn á margar minningar úr blaðasölunni. Hann bar blöðin niður Laugaveginn og átti sína föstu viðskiptavini. „Ég var oft hjá Pósthúsinu niðri í bæ og líka nálægt Dómkirkjunni, þar seldi ég þingmönnunum blöð. Ég þekkti þá alla. En ég tók hornið hans Óla við Apótekið þegar hann hætti og leyfði blaðsölukrökkunum líka að vera hjá mér.“ Hann segir víetnömsku krakkana hafa verið sérstaka vini sína. Auðunn klippir úr blöðunum greinar og myndir um íslenska boltann. Líka fuglamyndir. Öllu raðar hann snyrtilega í skúffur. „Ég fór beint í fótboltann þegar ég kom til Reykjavíkur. Hélt mikið með Þrótturum en er gamall Víkingur og einu sinni hélt ég líka með KR.“ Hann kveðst hafa fengið treyjur margra liða í jóla-og afmælisgjafir og klæðast þeim þegar við á. Uppi á vegg hanga medalíur frá Vísi og í glugganum eru bikarar, einn fékk hann þegar hann var kjörinn blaðakóngur og annan hlaut hann fyrir frammistöðu í skák hjá DV. Eftir blaðasöluárin fór Auðunn að dvelja í Lækjarási hluta úr degi og fást þar við ýmis verkefni. Listrænir hæfileikar komu þá líka betur í ljós og hann fór að yrkja og mála. Ljóðabókin hans er uppseld í bili en ný prentun væntanleg. „Svo ætla ég að gefa út aðra bók í haust,“ segir hann ákveðinn. Úr bókinni Ljóðin mínLitla stúlkan í Gullsmáranumalltaf með sælgæti inni í skáp.Hún setur sælgætið í dollu fyrir drenginn sinnog lætur hann taka það með sér heim í Sólheima.Hann gefur elstu systur með sérmeðan þau sitja og horfa á Leiðarljós. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Það hefur verið nóg að gera hjá Auðuni Gestssyni síðustu daga. Hann hefur tekið þátt í hátíðinni List án landamæra af lífi og sál og lesið upp úr nýju ljóðabókinni sinni, Ljóðin mín. Hún var gefin út í tilefni sjötíu og fimm ára afmælis hans í febrúar og birtir fallega sýn hans á heiminn. Gunna, frænka Auðuns, er í heimsókn þegar blaðamaður bankar upp á hjá honum í vistlegu sambýli á Vesturbrún. Þar hefur hann stórt herbergi og einstaklega snyrtilegt. Íslenski fótboltinn er í uppáhaldi og litlir búningar helstu liðanna eru nældir upp á töflu. Fallegt fjallamálverk eftir hann sjálfan er ofan við skrifborðið og mynd af honum og vini hans Emil í Kattholti líka. „Við Emil erum tvíburabræður,“ segir Auðunn sposkur og fer með langa sögu um það þegar hann fór í heimsókn í Smálöndin sem lítill strákur og Emil faðmaði hann að sér en pabbinn dæsti og sagði: „Oh, er nú kominn annar prakkari í Kattholt.“ Flatey á Breiðafirði eru æskuslóðir Auðuns. Hann var einn af sjö systkinum en var kornungur þegar hann missti mömmu sína. Þá tók stóra systir hans Gerður við og hjá henni bjó hann þar til fyrir fjórum árum. Hann fór síðast til Flateyjar ekki alls fyrir löngu en saknaði bæði sjónvarpsins og þess að fá ekki blöðin daglega. Auðunn á margar minningar úr blaðasölunni. Hann bar blöðin niður Laugaveginn og átti sína föstu viðskiptavini. „Ég var oft hjá Pósthúsinu niðri í bæ og líka nálægt Dómkirkjunni, þar seldi ég þingmönnunum blöð. Ég þekkti þá alla. En ég tók hornið hans Óla við Apótekið þegar hann hætti og leyfði blaðsölukrökkunum líka að vera hjá mér.“ Hann segir víetnömsku krakkana hafa verið sérstaka vini sína. Auðunn klippir úr blöðunum greinar og myndir um íslenska boltann. Líka fuglamyndir. Öllu raðar hann snyrtilega í skúffur. „Ég fór beint í fótboltann þegar ég kom til Reykjavíkur. Hélt mikið með Þrótturum en er gamall Víkingur og einu sinni hélt ég líka með KR.“ Hann kveðst hafa fengið treyjur margra liða í jóla-og afmælisgjafir og klæðast þeim þegar við á. Uppi á vegg hanga medalíur frá Vísi og í glugganum eru bikarar, einn fékk hann þegar hann var kjörinn blaðakóngur og annan hlaut hann fyrir frammistöðu í skák hjá DV. Eftir blaðasöluárin fór Auðunn að dvelja í Lækjarási hluta úr degi og fást þar við ýmis verkefni. Listrænir hæfileikar komu þá líka betur í ljós og hann fór að yrkja og mála. Ljóðabókin hans er uppseld í bili en ný prentun væntanleg. „Svo ætla ég að gefa út aðra bók í haust,“ segir hann ákveðinn. Úr bókinni Ljóðin mínLitla stúlkan í Gullsmáranumalltaf með sælgæti inni í skáp.Hún setur sælgætið í dollu fyrir drenginn sinnog lætur hann taka það með sér heim í Sólheima.Hann gefur elstu systur með sérmeðan þau sitja og horfa á Leiðarljós.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp