Viðskipti innlent

Endurfjármögnun lána N1 lokið

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Velta N1 á árinu 2012 nam rúmlega 60 milljörðum.
Velta N1 á árinu 2012 nam rúmlega 60 milljörðum. Mynd/Valgarður
Íslandsbanki og N1 hafa lokið endurfjármögnun á lánum félagsins. Íslandsbandki veitir N1 langtímalán ásamt sveigjanlegri skammtímafjármögnun sem er aðlöguð að rekstri félagsins.

Velta N1 á árinu 2012 nam rúmlega 60 milljörðum. Eignir félagsins námu 28 milljörðum króna og eigið fé nam 14,6 milljörðum króna skv. árshlutauppgjöri frá 30. júní 2013.

N1 gekk í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu um mitt ár 2011. N1 ákvað nýlega að fara í útboð með öll bankaviðskipti sín og þar með undirbúa félagið betur fyrir væntanlega skráningu félagsins í Kauphöll Íslands. Í kjölfarið valdi félagið að ganga til samninga við Íslandsbanka sem lauk með undirritun samninga nýverið.

N1 er eitt stærsta verslunar- og þjónustufyrirtæki landsins. Stefnt er að skráningu fyrirtækisins í Kauphöll Íslands á síðari hluta ársins 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×