Rodchenko þróaði nýtt sjónrænt tungumál Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. október 2013 10:00 Ragnheiður Kristín sá sýninguna Bylting í ljósmyndun í London fyrir fimm árum og hefur síðan unnið að því að hún yrði sett upp hérlendis. Fréttablaðið/GVA Bylting í ljósmyndun nefnist sýning á verkum Alexanders Rodchenko sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum á morgun. Ragnheiður Kristín Pálsdóttir er framleiðandi sýningarinnar hérlendis, enda hefur hún haft áhuga á verkum rússneska ljósmyndarans frá unga aldri. „Alexander Rodchenko fæddist í St. Pétursborg í Rússlandi árið 1891 og lærði málaralist í Kasan. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, Varvöru Stepanovu, og þau unnu mikið saman upp frá því,“ segir Ragnheiður Kristín Pálsdóttir, framleiðandi sýningarinnar Bylting í ljósmyndun sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum á morgun. Á sýningunni gefur að líta yfir 200 verk eftir listamanninn en þau eru frá Ljósmyndasafni Moskvu. „Þau hjón fluttu til Moskvu 1915 og bjuggu þar upp frá því,“ heldur Ragnheiður áfram. „Þetta voru byltingartímar og mikið umrót í samfélaginu. Öflugur hópur listamanna í Moskvu, sem kenndi sig við konstrúktívisma, þróaði nýja táknfræði og nýtt sjónrænt tungumál til að túlka hina breyttu tíma. Þetta tímabil, árin á milli 1917 og 1930, er bæði mikilvægt og merkilegt í rússneskri listasögu og varð inspírasjón fyrir Bauhaus og módernismann sem komu á eftir. Upp úr 1920 sneri Rodchenko baki við málaralistinni, úrskurðaði málverkið dautt, og einbeitti sér að ljósmyndun. Hann var mikill frumkvöðull á því sviði og barðist fyrir því að ljósmyndun fengi meira vægi sem listgrein.“Alexander RodchenkoRodchenko og Stepanova hönnuðu í sameiningu bókakápur, veggspjöld og auglýsingar en á sýningunni, sem er farandsýning sem sett hefur verið upp víða um heim, er áhersla lögð á ljósmyndir hans. Skil urðu á ferli Rodchenko árið 1929 þegar Stalín gaf út þá tilskipun að listsköpun í landinu ætti að falla inn í sósíalrealískt mót sem væri auðskilið öllum. Verk Rodchenkos og Stepanovu þóttu of flókin og framúrstefnuleg og upp frá því fór að þrengja að þeim. Rodchenko vann þó áfram við ljósmyndun allt til dauðadags árið 1956. „Hann hélt ótrauður áfram,“ segir Ragnheiður. „En hann gat ekki fengið myndirnar sínar birtar nema þær sem hann tók að sér að taka fyrir flokkinn, sem var nokkurs konar fréttaljósmyndun og heimildaskráning.“ Sýningin er að frumkvæði Ragnheiðar sem sá hana úti í London árið 2008 og hefur síðan unnið að því að koma henni upp hér. Hvernig vaknaði áhugi hennar á verkum Rodchenkos? „Ég kynntist myndum hans í MÍR þar sem ég sá eitthvað af þeim í bókum sem krakki. Ég er með meistaragráðu í sögu Rússlands og áhugaljósmyndari þar að auki, þannig að þessi sýning sameinar áhugasvið mín.“Sýningin verður opnuð klukkan 16 á morgun og á sunnudaginn klukkan 15 munu Ragnheiður og Goddur, prófessor í grafískri hönnun við LHÍ, flytja fyrirlestra um líf og verk Rodchenkos. Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Bylting í ljósmyndun nefnist sýning á verkum Alexanders Rodchenko sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum á morgun. Ragnheiður Kristín Pálsdóttir er framleiðandi sýningarinnar hérlendis, enda hefur hún haft áhuga á verkum rússneska ljósmyndarans frá unga aldri. „Alexander Rodchenko fæddist í St. Pétursborg í Rússlandi árið 1891 og lærði málaralist í Kasan. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, Varvöru Stepanovu, og þau unnu mikið saman upp frá því,“ segir Ragnheiður Kristín Pálsdóttir, framleiðandi sýningarinnar Bylting í ljósmyndun sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum á morgun. Á sýningunni gefur að líta yfir 200 verk eftir listamanninn en þau eru frá Ljósmyndasafni Moskvu. „Þau hjón fluttu til Moskvu 1915 og bjuggu þar upp frá því,“ heldur Ragnheiður áfram. „Þetta voru byltingartímar og mikið umrót í samfélaginu. Öflugur hópur listamanna í Moskvu, sem kenndi sig við konstrúktívisma, þróaði nýja táknfræði og nýtt sjónrænt tungumál til að túlka hina breyttu tíma. Þetta tímabil, árin á milli 1917 og 1930, er bæði mikilvægt og merkilegt í rússneskri listasögu og varð inspírasjón fyrir Bauhaus og módernismann sem komu á eftir. Upp úr 1920 sneri Rodchenko baki við málaralistinni, úrskurðaði málverkið dautt, og einbeitti sér að ljósmyndun. Hann var mikill frumkvöðull á því sviði og barðist fyrir því að ljósmyndun fengi meira vægi sem listgrein.“Alexander RodchenkoRodchenko og Stepanova hönnuðu í sameiningu bókakápur, veggspjöld og auglýsingar en á sýningunni, sem er farandsýning sem sett hefur verið upp víða um heim, er áhersla lögð á ljósmyndir hans. Skil urðu á ferli Rodchenko árið 1929 þegar Stalín gaf út þá tilskipun að listsköpun í landinu ætti að falla inn í sósíalrealískt mót sem væri auðskilið öllum. Verk Rodchenkos og Stepanovu þóttu of flókin og framúrstefnuleg og upp frá því fór að þrengja að þeim. Rodchenko vann þó áfram við ljósmyndun allt til dauðadags árið 1956. „Hann hélt ótrauður áfram,“ segir Ragnheiður. „En hann gat ekki fengið myndirnar sínar birtar nema þær sem hann tók að sér að taka fyrir flokkinn, sem var nokkurs konar fréttaljósmyndun og heimildaskráning.“ Sýningin er að frumkvæði Ragnheiðar sem sá hana úti í London árið 2008 og hefur síðan unnið að því að koma henni upp hér. Hvernig vaknaði áhugi hennar á verkum Rodchenkos? „Ég kynntist myndum hans í MÍR þar sem ég sá eitthvað af þeim í bókum sem krakki. Ég er með meistaragráðu í sögu Rússlands og áhugaljósmyndari þar að auki, þannig að þessi sýning sameinar áhugasvið mín.“Sýningin verður opnuð klukkan 16 á morgun og á sunnudaginn klukkan 15 munu Ragnheiður og Goddur, prófessor í grafískri hönnun við LHÍ, flytja fyrirlestra um líf og verk Rodchenkos.
Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp