Gullbjörninn segir boltann sökudólginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2013 12:45 Jack Nicklaus og Arnold Palmer á góðri stundu. Nordicphotos/AFP Kylfingurinn Jack Nicklaus hefur kastað fram nýjustu kenningunni um ástæðu þess hve langan tíma taki að spila átján holur í dag. Hægur leikur kylfinga sætir aukinni gagnrýni og fékk byr undir báða vængi á dögunum. Þá fengu undrabarnið Tianlang Guan og Hideki Masuyama víti fyrir hægan leik auk þess Golfsamband Bandaríkjanna hefur sagst ætla að beita sér gegn hægum leik. „Það eru ekki bara kylfingar sem eru lengi að spila. Erfiðleikastig golfvallanna, lengd þeirra og vegalengdin sem boltinn flýgur," sagði Nicklaus á dögunum. Nicklaus leggur sérstaka áherslu á hvernig nýir golfboltar hafa breytt íþróttinni. Þeir sé hægt að koma mun lengri vegalengd en áður fyrr. „Aðalsökudólgurinn að mínu mati er golfboltinn og vegalengdin sem hann flýgur. Það tók þrjá til þrjá og hálfan tíma í gamla daga að spila hringinn. Á Opna breska spiluðum við hringinn á undir þremur tímum. Í dag tekur það næstum fimm klukkustundir.” Nicklaus segir hægan leik gera almenningi erfiðara um vik að fylgjast með mótum og atvinnukylfingar verði verri fyrirmyndir. „Ungt fólk vill leika eftir það sem atvinnukylfingarnir gera. Allt í einu tekur það krakka fimm og hálfan tíma að spila hringinn og þannig breytist íþróttin.” Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kylfingurinn Jack Nicklaus hefur kastað fram nýjustu kenningunni um ástæðu þess hve langan tíma taki að spila átján holur í dag. Hægur leikur kylfinga sætir aukinni gagnrýni og fékk byr undir báða vængi á dögunum. Þá fengu undrabarnið Tianlang Guan og Hideki Masuyama víti fyrir hægan leik auk þess Golfsamband Bandaríkjanna hefur sagst ætla að beita sér gegn hægum leik. „Það eru ekki bara kylfingar sem eru lengi að spila. Erfiðleikastig golfvallanna, lengd þeirra og vegalengdin sem boltinn flýgur," sagði Nicklaus á dögunum. Nicklaus leggur sérstaka áherslu á hvernig nýir golfboltar hafa breytt íþróttinni. Þeir sé hægt að koma mun lengri vegalengd en áður fyrr. „Aðalsökudólgurinn að mínu mati er golfboltinn og vegalengdin sem hann flýgur. Það tók þrjá til þrjá og hálfan tíma í gamla daga að spila hringinn. Á Opna breska spiluðum við hringinn á undir þremur tímum. Í dag tekur það næstum fimm klukkustundir.” Nicklaus segir hægan leik gera almenningi erfiðara um vik að fylgjast með mótum og atvinnukylfingar verði verri fyrirmyndir. „Ungt fólk vill leika eftir það sem atvinnukylfingarnir gera. Allt í einu tekur það krakka fimm og hálfan tíma að spila hringinn og þannig breytist íþróttin.”
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira