Erum að minnka aðdráttarafl borgarinnar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. júlí 2013 11:00 Svavar Knútur segir lokun tónleikastaða minnka aðdráttarafl borgarinnar í augum ferðamanna. Fréttablaðið/GVA Það er svona þegar maður gengur að einhverju sem gefnu. Ég gerði bara ráð fyrir því að Faktorý yrði á sínum stað og ég ætti eftir að spila þar oft,“ segir Svavar Knútur um ástæðu þess að hann hefur aldrei fyrr spilað á Faktorý. „Svo veit maður ekki fyrr en það á að fara að byggja eitt hótelið enn og það þarf að loka staðnum. Ég bara varð að fá að spila á þessum rómaða og flotta tónleikastað svo ég bókaði kveðjutónleika þar í kvöld.“ Svavar hefur sterkar skoðanir á lokun tónleikastaða í miðbænum. „Það sem fólk fattar ekki er að margir ferðamenn koma hingað einmitt út af menningunni sem skapast í kringum þessa staði. Með því að eyðileggja þá senu minnkum við um leið aðdráttarafl borgarinnar. Það er ótrúlega sorglegt.“ Ókeypis er inn á tónleikana og segir Svavar annað ekki hafa komið til greina. „Mig langaði bara að fagna þessum stað,“ segir hann. „Þetta verða fyrstu og einu tónleikar mínir á Faktorý.“ Tónleikarnir byrja klukkan 21 og er Svavar harður á því að standa við þá tímasetningu. „Ég hef alltaf haft það sem reglu að byrja að spila á þeim tíma sem tónleikarnir eru auglýstir. Ég þoli ekki þennan móral að auglýsa tónleika klukkan níu og byrja svo ekki fyrr en klukkan ellefu af því það er alltaf verið að bíða eftir einhverju. Það er hrikalegur dónaskapur.“ Menning Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Það er svona þegar maður gengur að einhverju sem gefnu. Ég gerði bara ráð fyrir því að Faktorý yrði á sínum stað og ég ætti eftir að spila þar oft,“ segir Svavar Knútur um ástæðu þess að hann hefur aldrei fyrr spilað á Faktorý. „Svo veit maður ekki fyrr en það á að fara að byggja eitt hótelið enn og það þarf að loka staðnum. Ég bara varð að fá að spila á þessum rómaða og flotta tónleikastað svo ég bókaði kveðjutónleika þar í kvöld.“ Svavar hefur sterkar skoðanir á lokun tónleikastaða í miðbænum. „Það sem fólk fattar ekki er að margir ferðamenn koma hingað einmitt út af menningunni sem skapast í kringum þessa staði. Með því að eyðileggja þá senu minnkum við um leið aðdráttarafl borgarinnar. Það er ótrúlega sorglegt.“ Ókeypis er inn á tónleikana og segir Svavar annað ekki hafa komið til greina. „Mig langaði bara að fagna þessum stað,“ segir hann. „Þetta verða fyrstu og einu tónleikar mínir á Faktorý.“ Tónleikarnir byrja klukkan 21 og er Svavar harður á því að standa við þá tímasetningu. „Ég hef alltaf haft það sem reglu að byrja að spila á þeim tíma sem tónleikarnir eru auglýstir. Ég þoli ekki þennan móral að auglýsa tónleika klukkan níu og byrja svo ekki fyrr en klukkan ellefu af því það er alltaf verið að bíða eftir einhverju. Það er hrikalegur dónaskapur.“
Menning Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira