Dæmdur fyrir að svíkja fé af Magnúsi Ármann - þarf að endurgreiða um 40 milljónir 8. janúar 2013 10:24 Magnús Ármann. Sextugur karlmaður var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa svikið hátt í fjörutíu milljónir króna út af greiðslukorti í eigu athafnamannsins Magnúsar Ármann. Maðurinn tók mest 3,2 milljónir króna út af kortinu í einu, og það nokkrum sinnum. Maðurinn hélt því fram að hann hefði leyfi Magnúsar Ármann til þess að taka allt að fjórar milljónir króna út af kortinu mánaðarlega til styrktar starfssemi hans í meðferðarmálum og hafði undir höndum falsaðan samning sem átti að sýna fram á þetta. Áður en yfir lauk hafði maðurinn tekið alls 32 sinnum út af kortinu, samtals um 38 milljónir króna. Maðurinn virðist hafa komist yfir númer á greiðslukorti Magnúsar á veitingastaðnum Strawberries í miðborg Reykjavíkur, sem er svokallaður kampavínsklúbbur. En þar starfaði hinn seki. Og málið verður öllu sérkennilegra þegar lögmaður Magnúsar Ármann hefur samband við Jóhann R. Benediktsson, þáverandi lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli. Bað lögmaðurinn Jóhann að ræða við hinn ákærða í málinu sem Jóhann kannaðist við vegna starfs síns. Þeir hittust í desember árið 2007 en þá játaði maðurinn að vera í óreglu og að hafa eytt fjármununum. Auk þess sem maðurinn er dæmdur til refsingar er honum gert að greiða Magnúsi Ármanni 9,6 milljónir í miskabætur en hann þarf að greiða Borgun 28 milljónir króna. Samtals um 38 milljónir. Öll brotin áttu sér stað á níu mánaða tímabili árið 2007. Ekki var ákært í málinu fyrr en um fimm árum síðar. Vegna óeðlilegs dráttar á rannsókn lögreglu er refsing mannsins skilorðsbundin. Við þetta má bæta að núverandi rekstraraðilar Strawberries eru ekki þeir sömu og ráku staðinn árið 2007. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Sjá meira
Sextugur karlmaður var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa svikið hátt í fjörutíu milljónir króna út af greiðslukorti í eigu athafnamannsins Magnúsar Ármann. Maðurinn tók mest 3,2 milljónir króna út af kortinu í einu, og það nokkrum sinnum. Maðurinn hélt því fram að hann hefði leyfi Magnúsar Ármann til þess að taka allt að fjórar milljónir króna út af kortinu mánaðarlega til styrktar starfssemi hans í meðferðarmálum og hafði undir höndum falsaðan samning sem átti að sýna fram á þetta. Áður en yfir lauk hafði maðurinn tekið alls 32 sinnum út af kortinu, samtals um 38 milljónir króna. Maðurinn virðist hafa komist yfir númer á greiðslukorti Magnúsar á veitingastaðnum Strawberries í miðborg Reykjavíkur, sem er svokallaður kampavínsklúbbur. En þar starfaði hinn seki. Og málið verður öllu sérkennilegra þegar lögmaður Magnúsar Ármann hefur samband við Jóhann R. Benediktsson, þáverandi lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli. Bað lögmaðurinn Jóhann að ræða við hinn ákærða í málinu sem Jóhann kannaðist við vegna starfs síns. Þeir hittust í desember árið 2007 en þá játaði maðurinn að vera í óreglu og að hafa eytt fjármununum. Auk þess sem maðurinn er dæmdur til refsingar er honum gert að greiða Magnúsi Ármanni 9,6 milljónir í miskabætur en hann þarf að greiða Borgun 28 milljónir króna. Samtals um 38 milljónir. Öll brotin áttu sér stað á níu mánaða tímabili árið 2007. Ekki var ákært í málinu fyrr en um fimm árum síðar. Vegna óeðlilegs dráttar á rannsókn lögreglu er refsing mannsins skilorðsbundin. Við þetta má bæta að núverandi rekstraraðilar Strawberries eru ekki þeir sömu og ráku staðinn árið 2007.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Sjá meira