Þorsteinn Már sakar seðlabankastjóra um lygar og offors Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. september 2013 19:30 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. Aðeins örfáum dögum eftir að embætti sérstaks saksóknara vísaði frá kæru Seðlabankans vegna meints brots útgerðarfyrirtækisins Samherja á gjaldeyrislögum hefur Seðlabankinn sent embættinu nýja kæru vegna Samherja, en hún var send í morgun. Í annað ár hafa meint brot Samherja hf. á lögum um gjaldeyrismál verið til rannsóknar. Fyrst hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans og síðan var þeim vísað til sérstaks saksóknara með kæru. Í síðustu viku vísaði sérstakur saksóknari kærunni frá þar sem í kæru var tilgreind refsiábyrgð lögaðila, þ.e fyrirtækja, en hún hafði verið numin úr lögunum. Þannig var kæran ekki tæk til efnismeðferðar þar sem í henni var vísað til lagaákvæðis sem var afnumið og er ekki lengur í gildi. Það gerðist svo laust fyrir hádegi í morgun að Seðlabankinn vísaði nýrri kæru til sérstaks saksóknara, en nú á hendur nafngreindum stjórnendum Samherja en ekki fyrirtækinu sjálfu. Þetta eru upplýsingar sem fréttastofan hefur frá embætti sérstaks saksóknara.Segir Má ljúga Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að frávísunin hafi ekki komið á óvart. „Það sem kemur kannski meira á óvart er að okkur er ekki sagt frá þessu. Eftir okkar heimildum þá er þessu máli vísað frá 28. ágúst. Í dag þá fréttum við af þessu gegnum fjölmiðla. Síðan fréttist í hádeginu að seðlabankastjóri sendir frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segir að búið sé að kæra einhverja aðra fyrir einhver önnur mál sem við vitum ekki hver eru til sérstaks saksóknara og segir að málið sé í höndum sérstaks saksóknara. Á þeim tíma þegar hann sendir frá sér þessa fréttatilkynningu, sem er í sjálfu sér merkilegt, þá er málið ekki komið í hendur sérstaks saksóknara. Már Guðmundsson einfaldlega lýgur í því máli eins og svo mörgu öðru sem snertir þetta mál,“ segir Þorsteinn Már.Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.Telur þú að seðlabankastjóri hafi ekki komið fram af heilindum í þessu máli? „Mér finnst hann fyrst og fremst hafa komið fram af offorsi. Það hefur aldrei verið talað við okkur í Samherja um þetta mál. Núna er liðið eitt og hálft ár og það er nánast búið að halda okkur starfsfólki og stjórnendum Samherja í gíslingu síðan. Við höfum aldrei fengið neinar upplýsingar um þetta mál nema í gegnum fjölmiðla,“ segir Þorsteinn Már.Seðlabankastjóri tjáir sig ekki að svo stöddu Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Seðlabankanum vegna fréttarinnar og þá sérstaklega Má Guðmundssyni seðlabankastjóra. Þau svör fengust að Már myndi ekki tjá sig að svo stöddu en að Seðlabankinn stæði við yfirlýsingu sem hann hefði sent frá sér vegna málsins fyrr í dag. Í yfirlýsingunni segir: „Sérstakur saksóknari sendi kæru Seðlabanka Íslands til baka til meðferðar. Athugasemdir hans vörðuðu ekki efnisatriði kærunnar. Seðlabanki Íslands hefur þegar brugðist við athugasemdunum og er málið nú í höndum embættis sérstaks saksóknara.“ Samherji og Seðlabankinn Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Aðeins örfáum dögum eftir að embætti sérstaks saksóknara vísaði frá kæru Seðlabankans vegna meints brots útgerðarfyrirtækisins Samherja á gjaldeyrislögum hefur Seðlabankinn sent embættinu nýja kæru vegna Samherja, en hún var send í morgun. Í annað ár hafa meint brot Samherja hf. á lögum um gjaldeyrismál verið til rannsóknar. Fyrst hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans og síðan var þeim vísað til sérstaks saksóknara með kæru. Í síðustu viku vísaði sérstakur saksóknari kærunni frá þar sem í kæru var tilgreind refsiábyrgð lögaðila, þ.e fyrirtækja, en hún hafði verið numin úr lögunum. Þannig var kæran ekki tæk til efnismeðferðar þar sem í henni var vísað til lagaákvæðis sem var afnumið og er ekki lengur í gildi. Það gerðist svo laust fyrir hádegi í morgun að Seðlabankinn vísaði nýrri kæru til sérstaks saksóknara, en nú á hendur nafngreindum stjórnendum Samherja en ekki fyrirtækinu sjálfu. Þetta eru upplýsingar sem fréttastofan hefur frá embætti sérstaks saksóknara.Segir Má ljúga Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að frávísunin hafi ekki komið á óvart. „Það sem kemur kannski meira á óvart er að okkur er ekki sagt frá þessu. Eftir okkar heimildum þá er þessu máli vísað frá 28. ágúst. Í dag þá fréttum við af þessu gegnum fjölmiðla. Síðan fréttist í hádeginu að seðlabankastjóri sendir frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segir að búið sé að kæra einhverja aðra fyrir einhver önnur mál sem við vitum ekki hver eru til sérstaks saksóknara og segir að málið sé í höndum sérstaks saksóknara. Á þeim tíma þegar hann sendir frá sér þessa fréttatilkynningu, sem er í sjálfu sér merkilegt, þá er málið ekki komið í hendur sérstaks saksóknara. Már Guðmundsson einfaldlega lýgur í því máli eins og svo mörgu öðru sem snertir þetta mál,“ segir Þorsteinn Már.Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.Telur þú að seðlabankastjóri hafi ekki komið fram af heilindum í þessu máli? „Mér finnst hann fyrst og fremst hafa komið fram af offorsi. Það hefur aldrei verið talað við okkur í Samherja um þetta mál. Núna er liðið eitt og hálft ár og það er nánast búið að halda okkur starfsfólki og stjórnendum Samherja í gíslingu síðan. Við höfum aldrei fengið neinar upplýsingar um þetta mál nema í gegnum fjölmiðla,“ segir Þorsteinn Már.Seðlabankastjóri tjáir sig ekki að svo stöddu Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Seðlabankanum vegna fréttarinnar og þá sérstaklega Má Guðmundssyni seðlabankastjóra. Þau svör fengust að Már myndi ekki tjá sig að svo stöddu en að Seðlabankinn stæði við yfirlýsingu sem hann hefði sent frá sér vegna málsins fyrr í dag. Í yfirlýsingunni segir: „Sérstakur saksóknari sendi kæru Seðlabanka Íslands til baka til meðferðar. Athugasemdir hans vörðuðu ekki efnisatriði kærunnar. Seðlabanki Íslands hefur þegar brugðist við athugasemdunum og er málið nú í höndum embættis sérstaks saksóknara.“
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira