Menning

Leikstjóri Prince Avalanche fékk Silfurbjörninn

Bandaríski leikstjórinn David Gordon Green hlaut í gær Silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlin fyrir kvikmyndina Prince Avalanche. Myndin er endurgerð á íslensku kvikmyndinni Á annan veg eða „Either Way" eins og hún var titluð á ensku.

Undanfarið hefur Prince Avalanche verið fyrirferðamikil á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum og hefur heillað kvikmyndaunnendur upp úr skónum.

Í samtali við fréttaveituna Reuters í gær upplýsti Green að hann hefði ekki séð Á annan veg áður en hann ákvað að endurgera hana fyrir bandarískan markað.

„Ég horfði á myndina með það í huga að ég ætlaði að endurgera hana," sagði Green við fréttamenn í Berlín. „Það var frekar undarleg reynsla."

Með aðalhlutverk í Prince Avalanche fara þeir Paul Rudd og Emile Hirsch. Síðustu ár hefur Green unnið náið með mörgum af vinsælustu gamanleikurum heims og er hann þekktastur fyrir kvikmyndina Pineapple Express sem sló í gegn árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.