Novak Djokovic féll úr keppni í 2. umferð Madrídarmótsins í tennis gegn Búlgaranum Grigor Dimitrov í þremur settum 7-6, 6-7 og 6-3.
Serbinn, sem er í efsta sæti heimslistans, þurfti ekki að spila í fyrstu umferðinni. Hann meiddi sig á ökkla í öðru settinu þegar hann var þegar undir. Djokovic meiddi sig á sama ökkla með landsliði Serba í Davis Cup í apríl.
Djokovic sagðist ekki hafa ákveðið sig fyrr en á síðustu stundu hvort hann treysti sér til að keppa.
„En það er engin afsökun. Hann var betri í dag og ég óska honum til hamingju,“ sagði Djokovic.
Búlgari kláraði Djokovic
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
