Á réttum stað Álfrún Pálsdóttir skrifar 21. janúar 2013 20:00 Ingvar Helgason hefur mikinn áhuga á öllum hliðum tískugeirans. Mynd/Getty "Við erum að hanna nýju línuna okkar núna, það er endalaust verið að ganga frá hinu og þessu á lokasprettinum," segir Ingvar Helgason, sem þessa dagana er að leggja lokahönd á haustlínu sína og unnustu sinnar Susanne Ostwald á vinnustofu þeirra í London. Saman hanna þau föt undir merkinu Ostwald Helgason. "Við sýnum í New York 9. febrúar og svo í London í fyrsta sinn hinn 15. mars," segir Ingvar, en á síðasta ári sýndu þau föt sín í fyrsta sinn á tískuvikunni í New York. "Við höfum unnið að okkar hönnun frá árinu 2006 en þarna í desember 2011 voru við komin með línu sem við vorum virkilega ánægð með, fórum og ræddum við British Fashion Council til þess að fá að vera með í tískuvikunni í London. En þeir vildu ekkert með okkur hafa. Svo við tókum bara næstu vél til New York með það fyrir augum að komast að hjá Milk Studios og þar með á tískuvikunni þar. Það tókst og við sýndum haustlínuna okkar í febrúar 2012. Í framhaldi af því fengum við bæði athygli og umfjöllun sem kom okkur á aðeins óvart," segir Ingvar. Meðal þess sem vakti athygli á Ostwald Helgason var þegar tískubloggarar fóru að vekja athygli á merkinu og tískublöð fóru að skrifa merkið. Þess má til dæmis geta að tískuvefsíðan Fashionista.com fjallaði um tískumerkið og kallaði hönnuðina Ingvar og Susanne "óvæntar stjörnur hausttískunnar 2012" og tískuljósmyndarinn Tommy Ton, sem fór yfir tískuárið 2012 á vefsíðunni Style.com, kallaði þau Ingvar og Susanne nýliða ársins. "Haustsýningin í New York gekk svo enn betur en sýningin í febrúar og núna erum að vinna í því að stækka teymið okkar, ráða fólk til að aðstoða okkur við framleiðsluna. Þannig að við erum að auka umsvifin hægt og bítandi."Rötuðum á réttan stað Ingvar segir að langan tíma hafa tekið fyrir þau Susanne að finna sinn rétta tón, hvað þau vildu nákvæmlega gera í sinni tískuhönnun. "Síðan við hófum samstarf erum við búin að fara í alls kyns áttir með okkar hönnun og vorum aldrei fyllilega ánægð með það sem við vorum að gera þar til 2011. Nú held ég að við höfum ratað á réttan stað. Það er svo margt sem skiptir máli í þessu, til dæmis að vera á réttu róli þegar kemur að verðlagningunni. Það eru mjög margir sem vilja borga fyrir hönnunarvöru, en kannski ekki margir sem geta reitt fram ótæpilegt verð fyrir það," segir Ingvar, sem hefur lifað og hrærst í heimi tískunnar um árabil. "Ég hef mjög mikinn áhuga á viðskiptahliðinni á tískuheiminum og hef haft lengi, ég les mér mjög mikið til um hana, er áskrifandi að Women's Wears Daily. Það eru mjög áhugaverðar pælingar í kringum markaðssetningu á tísku sem ég hef verið að kynna mér. Svo hef ég brennandi áhuga á því myndefni sem er verið að búa til í kringum tísku, þetta er auðvitað risastór bransi og fullur af kláru fólki," segir Ingvar sem veit hvað hann syngur en langt er síðan hann tók þá ákvörðun að fara út í tískubransann.Ostwald Helgason sumar 2013.Hætti í menntaskóla eftir 3 mánuði "Áhuginn kviknaði ekki beinlínis úr mínu nánasta umhverfi, það var ekki sérlega mikil hönnun í kringum mig, og þó er systir mín reyndar grafískur hönnuður. En ég man mjög vel eftir því þegar ég sá tískublað í fyrsta skipti. Þá var ég í Hlíðaskóla og fór í klippingu hjá Magna sem nú er kenndur við Kron. Hann var með id-blaðið á stofunni þar sem hann var að vinna og ég sökkti mér ofan í það." Ingvar, sem er sonur Helga Guðmundssonar prófessors og Sigrúnar Davíðsdóttur fréttamanns, er alinn upp bæði á Íslandi og í Danmörku. Þegar hann lauk grunnskóla hér á landi hóf hann menntaskólanám í Danmörku en fann fljótt að það átti ekki við hann. "Ég hætti í menntaskóla eftir þrjá mánuði og fór í framhaldinu að taka alls konar kúrsa í teikningu og hönnun, ég var of ungur til að fara í almennt hönnunarnám. Ég var í þessu í þrjú ár en flutti svo til Íslands tvítugur, árið 2000, og var að vinna hér og þar. Fór svo aftur til Kaupmannahafnar en þaðan lá leiðin til Parísar þar sem ég var í starfsnámi hjá íslenskri konu. Þetta var nú ekkert mjög fókuserað hjá mér. Þaðan fór ég svo til London í starfsnám til Marjan Pejoski sem hannaði svanakjólinn fyrir Björk. Þar lærði ég mjög margt og þar hitti ég líka Susanne sem einnig var í starfsnámi hjá Pejoski. Ég elti hana til Þýskalands þar sem hún lauk sínu námi og fyrsta verkefnið sem við unnum saman var í rauninni útskriftarlínan hennar," segir Ingvar en þau Susanne eru par. "Við búum sama og vinnum saman, það gengur bara mjög vel," segir hann. Og áfram heldur upprifjunin á fyrstu skrefum þeirra í tískuheiminum. "Þegar útskriftarlínan hennar Susanne var tilbúin fórum við til Parísar og sýndum hana þar. Það var mjög skemmtilegt og mikil upplifun að vera þarna. Við áttum engan pening en nurluðum saman fyrir einum rándýrum drykk á Ritz-hótelinu og sátum þar og virtum fyrir okkur fólkið og hugsuðum með okkur að í þessum bransa vildum við starfa. Í framhaldinu fórum við að þróa okkar hönnun saman í London," segir Ingvar sem á þessum tíma vann sem þjónn meðfram því að sinna hönnuninni. Ingvar segist ekki hafa velkst í vafa um að hann væri á réttri hillu í tískubransanum. Spurður hvort þetta sé mikið glamúrlíf segir Ingvar svo ekki vera. "Við erum alltaf að vinna. Susanne stendur til dæmis við að sníða og hanna frá morgni og langt fram á kvöld á hverjum einasta degi. Hún er mjög góð í því að sníða, ég hef meira sinnt markaðsmálunum, en við hönnum saman. En nei, við förum ekki mikið út. Nema náttúrulega þegar tískuvikurnar eru í gangi, þá er mikið af partýum. Og það er ótrúlega gaman að vera í þeim og bara skoða þetta vel klædda og fallega fólk sem þar er," segir Ingvar að lokum. Ostwald Helgason sumar 2013Hönnun Ostwald Helgason fæst bæði í Bandaríkjunum, Evrópu og í Asíu, en reyndar ekki enn á Íslandi. "Það væri nú gaman ef hönnunin okkar fengist heima en það hefur ekki orðið enn," segir Ingvar. Íslendingar á faraldsfæti geta kíkt í þessar verslanir í Bandaríkjunum og Evrópu ef þeir vilja festa kaup á hönnun Ingvars Helgasonar. Bandaríkin: Opening Ceremony LA, Opening Ceremony NY, Moda Operandi, FIVESTORY, OWEN, Ikram, Louis Boston. Evrópa: Browns, Brown Thomas & Co, Stylepaste, Hunting and Collecting, TheCorner.com, ASOS.com, Helen Marlen, Quadra, Follie Follie, Dante 5 Donna, I Cinque Fiori.Ostwald Helgason sumar 2013. Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
"Við erum að hanna nýju línuna okkar núna, það er endalaust verið að ganga frá hinu og þessu á lokasprettinum," segir Ingvar Helgason, sem þessa dagana er að leggja lokahönd á haustlínu sína og unnustu sinnar Susanne Ostwald á vinnustofu þeirra í London. Saman hanna þau föt undir merkinu Ostwald Helgason. "Við sýnum í New York 9. febrúar og svo í London í fyrsta sinn hinn 15. mars," segir Ingvar, en á síðasta ári sýndu þau föt sín í fyrsta sinn á tískuvikunni í New York. "Við höfum unnið að okkar hönnun frá árinu 2006 en þarna í desember 2011 voru við komin með línu sem við vorum virkilega ánægð með, fórum og ræddum við British Fashion Council til þess að fá að vera með í tískuvikunni í London. En þeir vildu ekkert með okkur hafa. Svo við tókum bara næstu vél til New York með það fyrir augum að komast að hjá Milk Studios og þar með á tískuvikunni þar. Það tókst og við sýndum haustlínuna okkar í febrúar 2012. Í framhaldi af því fengum við bæði athygli og umfjöllun sem kom okkur á aðeins óvart," segir Ingvar. Meðal þess sem vakti athygli á Ostwald Helgason var þegar tískubloggarar fóru að vekja athygli á merkinu og tískublöð fóru að skrifa merkið. Þess má til dæmis geta að tískuvefsíðan Fashionista.com fjallaði um tískumerkið og kallaði hönnuðina Ingvar og Susanne "óvæntar stjörnur hausttískunnar 2012" og tískuljósmyndarinn Tommy Ton, sem fór yfir tískuárið 2012 á vefsíðunni Style.com, kallaði þau Ingvar og Susanne nýliða ársins. "Haustsýningin í New York gekk svo enn betur en sýningin í febrúar og núna erum að vinna í því að stækka teymið okkar, ráða fólk til að aðstoða okkur við framleiðsluna. Þannig að við erum að auka umsvifin hægt og bítandi."Rötuðum á réttan stað Ingvar segir að langan tíma hafa tekið fyrir þau Susanne að finna sinn rétta tón, hvað þau vildu nákvæmlega gera í sinni tískuhönnun. "Síðan við hófum samstarf erum við búin að fara í alls kyns áttir með okkar hönnun og vorum aldrei fyllilega ánægð með það sem við vorum að gera þar til 2011. Nú held ég að við höfum ratað á réttan stað. Það er svo margt sem skiptir máli í þessu, til dæmis að vera á réttu róli þegar kemur að verðlagningunni. Það eru mjög margir sem vilja borga fyrir hönnunarvöru, en kannski ekki margir sem geta reitt fram ótæpilegt verð fyrir það," segir Ingvar, sem hefur lifað og hrærst í heimi tískunnar um árabil. "Ég hef mjög mikinn áhuga á viðskiptahliðinni á tískuheiminum og hef haft lengi, ég les mér mjög mikið til um hana, er áskrifandi að Women's Wears Daily. Það eru mjög áhugaverðar pælingar í kringum markaðssetningu á tísku sem ég hef verið að kynna mér. Svo hef ég brennandi áhuga á því myndefni sem er verið að búa til í kringum tísku, þetta er auðvitað risastór bransi og fullur af kláru fólki," segir Ingvar sem veit hvað hann syngur en langt er síðan hann tók þá ákvörðun að fara út í tískubransann.Ostwald Helgason sumar 2013.Hætti í menntaskóla eftir 3 mánuði "Áhuginn kviknaði ekki beinlínis úr mínu nánasta umhverfi, það var ekki sérlega mikil hönnun í kringum mig, og þó er systir mín reyndar grafískur hönnuður. En ég man mjög vel eftir því þegar ég sá tískublað í fyrsta skipti. Þá var ég í Hlíðaskóla og fór í klippingu hjá Magna sem nú er kenndur við Kron. Hann var með id-blaðið á stofunni þar sem hann var að vinna og ég sökkti mér ofan í það." Ingvar, sem er sonur Helga Guðmundssonar prófessors og Sigrúnar Davíðsdóttur fréttamanns, er alinn upp bæði á Íslandi og í Danmörku. Þegar hann lauk grunnskóla hér á landi hóf hann menntaskólanám í Danmörku en fann fljótt að það átti ekki við hann. "Ég hætti í menntaskóla eftir þrjá mánuði og fór í framhaldinu að taka alls konar kúrsa í teikningu og hönnun, ég var of ungur til að fara í almennt hönnunarnám. Ég var í þessu í þrjú ár en flutti svo til Íslands tvítugur, árið 2000, og var að vinna hér og þar. Fór svo aftur til Kaupmannahafnar en þaðan lá leiðin til Parísar þar sem ég var í starfsnámi hjá íslenskri konu. Þetta var nú ekkert mjög fókuserað hjá mér. Þaðan fór ég svo til London í starfsnám til Marjan Pejoski sem hannaði svanakjólinn fyrir Björk. Þar lærði ég mjög margt og þar hitti ég líka Susanne sem einnig var í starfsnámi hjá Pejoski. Ég elti hana til Þýskalands þar sem hún lauk sínu námi og fyrsta verkefnið sem við unnum saman var í rauninni útskriftarlínan hennar," segir Ingvar en þau Susanne eru par. "Við búum sama og vinnum saman, það gengur bara mjög vel," segir hann. Og áfram heldur upprifjunin á fyrstu skrefum þeirra í tískuheiminum. "Þegar útskriftarlínan hennar Susanne var tilbúin fórum við til Parísar og sýndum hana þar. Það var mjög skemmtilegt og mikil upplifun að vera þarna. Við áttum engan pening en nurluðum saman fyrir einum rándýrum drykk á Ritz-hótelinu og sátum þar og virtum fyrir okkur fólkið og hugsuðum með okkur að í þessum bransa vildum við starfa. Í framhaldinu fórum við að þróa okkar hönnun saman í London," segir Ingvar sem á þessum tíma vann sem þjónn meðfram því að sinna hönnuninni. Ingvar segist ekki hafa velkst í vafa um að hann væri á réttri hillu í tískubransanum. Spurður hvort þetta sé mikið glamúrlíf segir Ingvar svo ekki vera. "Við erum alltaf að vinna. Susanne stendur til dæmis við að sníða og hanna frá morgni og langt fram á kvöld á hverjum einasta degi. Hún er mjög góð í því að sníða, ég hef meira sinnt markaðsmálunum, en við hönnum saman. En nei, við förum ekki mikið út. Nema náttúrulega þegar tískuvikurnar eru í gangi, þá er mikið af partýum. Og það er ótrúlega gaman að vera í þeim og bara skoða þetta vel klædda og fallega fólk sem þar er," segir Ingvar að lokum. Ostwald Helgason sumar 2013Hönnun Ostwald Helgason fæst bæði í Bandaríkjunum, Evrópu og í Asíu, en reyndar ekki enn á Íslandi. "Það væri nú gaman ef hönnunin okkar fengist heima en það hefur ekki orðið enn," segir Ingvar. Íslendingar á faraldsfæti geta kíkt í þessar verslanir í Bandaríkjunum og Evrópu ef þeir vilja festa kaup á hönnun Ingvars Helgasonar. Bandaríkin: Opening Ceremony LA, Opening Ceremony NY, Moda Operandi, FIVESTORY, OWEN, Ikram, Louis Boston. Evrópa: Browns, Brown Thomas & Co, Stylepaste, Hunting and Collecting, TheCorner.com, ASOS.com, Helen Marlen, Quadra, Follie Follie, Dante 5 Donna, I Cinque Fiori.Ostwald Helgason sumar 2013.
Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira