Menning

Hefði ekki gefið bókina um Armstrong út

Sara McMahon skrifar
Rúnar Helgi Vignisson gaf út bókina Þetta snýst ekki um hjólið eftir Lance Armstrong. Hann veltir fyrir sér hvað gera skuli við þær bækur sem eftir eru.fréttablaðið/pjetur
Rúnar Helgi Vignisson gaf út bókina Þetta snýst ekki um hjólið eftir Lance Armstrong. Hann veltir fyrir sér hvað gera skuli við þær bækur sem eftir eru.fréttablaðið/pjetur
"Maður getur ekki sagt til um það hvernig maður hefði hugsað fyrir sjö árum, en ég hefði að öllum líkindum ekki gefið út bók eftir mann sem er stimplaður svindlari, þá hefur bókin auðvitað misst allan trúverðugleika," segir Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist við Háskóla Íslands og útgefandi bókarinnar Þetta snýst ekki um hjólið eftir Lance Armstrong. Rúnar Helgi lýsti því yfir á Facebook að hann hefði aldrei gefið bókina út hefði honum verið kunnugt um lyfjaneyslu hjólreiðakappans.

Umrædd bók fjallar fyrst og fremst um baráttu Armstrongs við krabbamein, en hann greindist með eistnakrabbamein aðeins 25 ára gamall. Bókin var gefin út af Græna húsinu árið 2005 en útgáfan er í eigu Rúnars Helga og Guðrúnar Guðmundsdóttur.

Enn eru til eintök af bókinni og segist Rúnar Helgi tvístígandi með hvað gera eigi við þær. "Það eru nokkrir kassar eftir og maður er svolítið tvístígandi um hvort fara eigi með þá í Sorpu eða á næsta bókamarkað, kannski hefur þetta aukið áhuga fólks á bókinni. Þetta er siðferðisleg spurning fyrir bókaútgefanda, maður gefur út bókina á allt öðrum forsendum en nú hafa komið í ljós. Ef í ljós kæmi að kölski skrifaði Biblíuna, hvað gerir maður þá við hana?," spyr Rúnar Helgi að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.