Erlent

Dönskum ferðamanni nauðgað á Indlandi

Mikil umræða hefur verið á Indlandi um stöðu kvenna og tíðar nauðganir undanfarið.
Mikil umræða hefur verið á Indlandi um stöðu kvenna og tíðar nauðganir undanfarið. Vísir/AFP
Danskri konu sem var á ferðalagi um Nýju Delí á Indlandi var nauðgað af hópi karlmanna í gær og öll verðmæti tekin af henni. AFP fréttastofan greindi frá málinu en konan hafði verið í hópi samferðamanna þegar hún varð viðskila við hann.

Hún greip þá til þess ráðs að spyrja hóp manna til vegar og réðust þeir þá á hana. Hverfið sem konan var í er vinsælt á meðal ferðamanna og segist lögreglan í borginni hafa fimmtán manns grunaða um aðild að málinu í haldi.

Konan komst að lokum á hótelið sitt og gat þá látið vita af árásinni. Aðeins eru nokkrir dagar síðan pólskri konu á ferðalagi með tveggja ára dóttur sína á Indlandi var nauðgað af leigubílstjóra og hafa málin enn á ný vakið umræðu um bága stöðu kvenna í landinu og tíðar árásir gegn þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×