Flatari virðisaukaskatt Jón Steinsson skrifar 15. janúar 2014 06:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað breytingar á virðisaukaskattskerfinu sem miða að því að hækka virðisaukaskatt á matvæli og aðrar vörur sem eru í lægsta skattþrepinu og lækka á móti hæsta skattþrepið. Bjarni talar einnig um að breikka skattstofninn – væntanlega með því að draga úr undanþágum – og einfalda kerfið. Ýmsir hafa mótmælt þessum fyrirætlunum. Mótmælin byggjast að mestu á því að hækkun matarskatts komi verr niður á lágtekjufólki þar sem matur vegur þyngra í heildarútgjöldum lágtekjufólks en þeirra sem hafa meira milli handanna. Vandinn við þessa röksemd er að lágur matarskattur er óhagkvæm leið til þess að bæta hag þeirra sem verst eru settir. Hækkun persónuafsláttarins eða lækkun lægri þrepa tekjuskattskerfisins eru hagkvæmari leiðir til þess að ná sama markmiði. Þeir sem bera hag lágtekjufólks fyrir brjósti eiga því ekki að mótmæla áformum Bjarna um að gera virðisaukaskattskerfið flatara. Þeir eiga þess í stað að þrýsta á hann að hækka persónuafsláttinn nægilega mikið til þess að tryggt sé að hagur lágtekjufólks versni ekki við breytingarnar.Sáralítill munur Neyslukönnun Hagstofunnar sýnir reyndar að sáralítill munur er á vægi þess varnings sem er í lægsta virðisaukaskattsþrepinu í neyslu mismunandi tekjuhópa. Vægi slíks varnings er 22,3% hjá þeim fjórðungi fólks sem hefur lægstar tekjur á meðan það er 21,4% að meðaltali. Tekjutilfærsluáhrif lágs matarskatts eru því hverfandi og hækkunin á persónuafslætti sem þyrfti til þess að vega upp þessi áhrif óveruleg. En af hverju er lágur matarskattur óhagkvæm leið til þess að bæta hag þeirra sem verst eru settir? Það er vegna þess að það er hagkvæmara að gera hluti beint en óbeint þegar kemur að sköttum. Ef tilgangurinn er að nota skattkerfið til þess að jafna tekjur er hagkvæmasta leiðin til þess að veita fólki beinan skattaafslátt (þ.e. hærri persónuafslátt) en ekki að reyna að gera það með því að lækka verðið á mat í samanburði við aðra vöru. Hátekjufólk eyðir mun fleiri krónum í mat en lágtekjufólk og fær því fleiri krónur í „skattafslátt“ en lágtekjufólk ef lágur matarskattur er notaður til þess að reyna að jafna tekjur fólks. Hátekjufólk fær vitaskuld líka persónuafslátt. En það fær þó einungis jafn margar krónur í persónuafslátt eins og lágtekjufólk. Persónuafsláttur er því hagkvæmari leið til þess að nota skattkerfið til tekjujöfnunar. Þessi rök eru ekki heimatilbúin af mér. Það var enginn annar en Joseph Stiglitz sem fyrstur sýndi fram á þessa niðurstöðu ásamt Anthony Atkinson í frægri grein árið 1976. Já, en hvað með þá sem eru með allra lægstu tekjurnar og greiða því nú þegar engan skatt? Hærri persónuafsláttur gagnast því fólki ekki en hærri matarskattur myndi skerða kjör þess. Mikið rétt. Gera þyrfti sérstakar ráðstafanir til þess að bæta upp þessa breytingu þegar kemur að þeim allra verst settu. Það mætti gera með því að hækka bætur eða með því að greiða fólki út ónýttan persónuafslátt (hugmynd sem Milton Friedman talaði fyrir á sínum tíma).Skattar á mat hækkaðir En myndi hækkun matarskattsins ekki hækka vísitölu neysluverðs og þannig hækka verðtryggð húsnæðislán? Nei! Minn skilningur á hugmyndum Bjarna er að þær muni ekki hafa nein nettó áhrifa á skatttekjur. Skattar á mat verða hækkaðir. En skattar á aðrar vörur lækkaðir. Heildaráhrifin á vísitölu neysluverðs ættu því að vera engin. Á Íslandi er nokkuð almenn pólitísk samstaða um að ríkið eigi að reka viðamikið velferðarkerfi. Slíkt velferðarkerfi er dýrt og það er aðalástæða þess að skattar eru háir á Íslandi. En einmitt vegna þess hvað skattar eru háir á Íslandi er sérstaklega mikilvægt að þeir skattar sem lagðir eru á valdi ekki meiri óhagkvæmni en þörf krefur. Með öðrum orðum, það er sérstaklega mikilvægt að skattkerfið sé þó eins hagkvæmt og unnt er. Lágur virðisaukaskattur á matvæli er úrelt hugmynd sem veldur óþarfa óhagkvæmni í skattkerfinu. Í hagkvæmu skattkerfi er virðisaukaskattur flatur og markmiðum um tekjutilfærslu er náð með persónuafslætti og þrepaskiptu tekjuskattskerfi. Ég óska Bjarna Benediktssyni góðs gengis við að hrinda í framkvæmd þeim breytingum á virðisaukaskattskerfinu sem hann boðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað breytingar á virðisaukaskattskerfinu sem miða að því að hækka virðisaukaskatt á matvæli og aðrar vörur sem eru í lægsta skattþrepinu og lækka á móti hæsta skattþrepið. Bjarni talar einnig um að breikka skattstofninn – væntanlega með því að draga úr undanþágum – og einfalda kerfið. Ýmsir hafa mótmælt þessum fyrirætlunum. Mótmælin byggjast að mestu á því að hækkun matarskatts komi verr niður á lágtekjufólki þar sem matur vegur þyngra í heildarútgjöldum lágtekjufólks en þeirra sem hafa meira milli handanna. Vandinn við þessa röksemd er að lágur matarskattur er óhagkvæm leið til þess að bæta hag þeirra sem verst eru settir. Hækkun persónuafsláttarins eða lækkun lægri þrepa tekjuskattskerfisins eru hagkvæmari leiðir til þess að ná sama markmiði. Þeir sem bera hag lágtekjufólks fyrir brjósti eiga því ekki að mótmæla áformum Bjarna um að gera virðisaukaskattskerfið flatara. Þeir eiga þess í stað að þrýsta á hann að hækka persónuafsláttinn nægilega mikið til þess að tryggt sé að hagur lágtekjufólks versni ekki við breytingarnar.Sáralítill munur Neyslukönnun Hagstofunnar sýnir reyndar að sáralítill munur er á vægi þess varnings sem er í lægsta virðisaukaskattsþrepinu í neyslu mismunandi tekjuhópa. Vægi slíks varnings er 22,3% hjá þeim fjórðungi fólks sem hefur lægstar tekjur á meðan það er 21,4% að meðaltali. Tekjutilfærsluáhrif lágs matarskatts eru því hverfandi og hækkunin á persónuafslætti sem þyrfti til þess að vega upp þessi áhrif óveruleg. En af hverju er lágur matarskattur óhagkvæm leið til þess að bæta hag þeirra sem verst eru settir? Það er vegna þess að það er hagkvæmara að gera hluti beint en óbeint þegar kemur að sköttum. Ef tilgangurinn er að nota skattkerfið til þess að jafna tekjur er hagkvæmasta leiðin til þess að veita fólki beinan skattaafslátt (þ.e. hærri persónuafslátt) en ekki að reyna að gera það með því að lækka verðið á mat í samanburði við aðra vöru. Hátekjufólk eyðir mun fleiri krónum í mat en lágtekjufólk og fær því fleiri krónur í „skattafslátt“ en lágtekjufólk ef lágur matarskattur er notaður til þess að reyna að jafna tekjur fólks. Hátekjufólk fær vitaskuld líka persónuafslátt. En það fær þó einungis jafn margar krónur í persónuafslátt eins og lágtekjufólk. Persónuafsláttur er því hagkvæmari leið til þess að nota skattkerfið til tekjujöfnunar. Þessi rök eru ekki heimatilbúin af mér. Það var enginn annar en Joseph Stiglitz sem fyrstur sýndi fram á þessa niðurstöðu ásamt Anthony Atkinson í frægri grein árið 1976. Já, en hvað með þá sem eru með allra lægstu tekjurnar og greiða því nú þegar engan skatt? Hærri persónuafsláttur gagnast því fólki ekki en hærri matarskattur myndi skerða kjör þess. Mikið rétt. Gera þyrfti sérstakar ráðstafanir til þess að bæta upp þessa breytingu þegar kemur að þeim allra verst settu. Það mætti gera með því að hækka bætur eða með því að greiða fólki út ónýttan persónuafslátt (hugmynd sem Milton Friedman talaði fyrir á sínum tíma).Skattar á mat hækkaðir En myndi hækkun matarskattsins ekki hækka vísitölu neysluverðs og þannig hækka verðtryggð húsnæðislán? Nei! Minn skilningur á hugmyndum Bjarna er að þær muni ekki hafa nein nettó áhrifa á skatttekjur. Skattar á mat verða hækkaðir. En skattar á aðrar vörur lækkaðir. Heildaráhrifin á vísitölu neysluverðs ættu því að vera engin. Á Íslandi er nokkuð almenn pólitísk samstaða um að ríkið eigi að reka viðamikið velferðarkerfi. Slíkt velferðarkerfi er dýrt og það er aðalástæða þess að skattar eru háir á Íslandi. En einmitt vegna þess hvað skattar eru háir á Íslandi er sérstaklega mikilvægt að þeir skattar sem lagðir eru á valdi ekki meiri óhagkvæmni en þörf krefur. Með öðrum orðum, það er sérstaklega mikilvægt að skattkerfið sé þó eins hagkvæmt og unnt er. Lágur virðisaukaskattur á matvæli er úrelt hugmynd sem veldur óþarfa óhagkvæmni í skattkerfinu. Í hagkvæmu skattkerfi er virðisaukaskattur flatur og markmiðum um tekjutilfærslu er náð með persónuafslætti og þrepaskiptu tekjuskattskerfi. Ég óska Bjarna Benediktssyni góðs gengis við að hrinda í framkvæmd þeim breytingum á virðisaukaskattskerfinu sem hann boðar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun