Þróa beinfyllingarefni og efni gegn bólgum Kristján Már Unnarsson skrifar 11. apríl 2014 20:00 Eitt lengsta þróunarverkefni í atvinnulífi hérlendis, uppbygging líftæknifyrirtækisins Genís á Siglufirði, má rekja sautján ár aftur í tímann. Frumkvöðullinn Róbert Guðfinnsson vonast til að starfsemin komist á fullt innan þriggja ára og skapi þá allt að fjörutíu störf í gamla síldarbænum. Genís er meðal þeirra verkefna sem við höfum fjallað um í þáttunum Um land allt. Sögu þess á Siglufirði má rekja aftur til ársins 1997 þegar Róbert stóð fyrir því að Þormóður rammi hóf að vinna kítin úr rækjuskel. Árið 2000 kynnti fyrirtækið fæðubótarefni, Kitocol, sem megrunarefni og til lækka kólesteról.Frá rannsóknarstofu Genís á Siglufirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Árið 2005 keyptu Róbert og samstarfsaðilar rannsóknar- og þróunardeild fyrirtækisins út úr Þormóði ramma og síðan hefur Genis í samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn verið að þróa lyf og fæðubótarefni. Róbert segir að nú séu tvær vörutegundir í þróun. „Annarsvegar inntökufæðubótarefni sem hefur áhrif á sjúkdóma sem byrja á bólgum. Hitt er beinfyllingarefni sem menn setja í brotin bein, eða ef þarf að opna bein, sem eykur beinvöxtinn og kemur í veg fyrir að það myndist ör í beinvefnum,“ segir Róbert.Róbert sýnir fréttamanni Stöðvar 2 tilraunaverksmiðju Genís.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Tilraunaframleiðsla er hafin á fæðubótarefni, sem á að koma á markað í haust en jafnframt eru að fara í gang lyfjaprófanir. Þegar er búið að setja um einn milljarð króna í verkefnið. Spurður hvort hann sé viss um að þetta gangi upp svarar Róbert: „Nei. Í þessari grein er maður aldrei viss um neitt. En ef þú gerir ekki neitt, þá kemstu aldrei að því.” Hann kveðst þó bjartsýnn um að framleiðslan komist fullt á næstu þremur árum og að þá verði 30 til 40 manns í vinnu við líftækni á Siglufirði. Ítarlegri umfjöllun um Genís má sjá í þættinum Um land allt.Milli 8 og 10 manns starfa nú hjá Genís á Siglufirði. Róbert vonast til að starfsmenn verði allt að 40 talsins innan þriggja ára.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Fjallabyggð Nýsköpun Um land allt Tengdar fréttir Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. 7. apríl 2014 19:00 Allaballinn sem gerðist alþjóðlegur áhættufjárfestir Maðurinn sem umbreytir Siglufirði segist ekki ætla að tapa þeim peningum sem hann leggur til bæjarins. 9. apríl 2014 11:45 Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Eitt lengsta þróunarverkefni í atvinnulífi hérlendis, uppbygging líftæknifyrirtækisins Genís á Siglufirði, má rekja sautján ár aftur í tímann. Frumkvöðullinn Róbert Guðfinnsson vonast til að starfsemin komist á fullt innan þriggja ára og skapi þá allt að fjörutíu störf í gamla síldarbænum. Genís er meðal þeirra verkefna sem við höfum fjallað um í þáttunum Um land allt. Sögu þess á Siglufirði má rekja aftur til ársins 1997 þegar Róbert stóð fyrir því að Þormóður rammi hóf að vinna kítin úr rækjuskel. Árið 2000 kynnti fyrirtækið fæðubótarefni, Kitocol, sem megrunarefni og til lækka kólesteról.Frá rannsóknarstofu Genís á Siglufirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Árið 2005 keyptu Róbert og samstarfsaðilar rannsóknar- og þróunardeild fyrirtækisins út úr Þormóði ramma og síðan hefur Genis í samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn verið að þróa lyf og fæðubótarefni. Róbert segir að nú séu tvær vörutegundir í þróun. „Annarsvegar inntökufæðubótarefni sem hefur áhrif á sjúkdóma sem byrja á bólgum. Hitt er beinfyllingarefni sem menn setja í brotin bein, eða ef þarf að opna bein, sem eykur beinvöxtinn og kemur í veg fyrir að það myndist ör í beinvefnum,“ segir Róbert.Róbert sýnir fréttamanni Stöðvar 2 tilraunaverksmiðju Genís.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Tilraunaframleiðsla er hafin á fæðubótarefni, sem á að koma á markað í haust en jafnframt eru að fara í gang lyfjaprófanir. Þegar er búið að setja um einn milljarð króna í verkefnið. Spurður hvort hann sé viss um að þetta gangi upp svarar Róbert: „Nei. Í þessari grein er maður aldrei viss um neitt. En ef þú gerir ekki neitt, þá kemstu aldrei að því.” Hann kveðst þó bjartsýnn um að framleiðslan komist fullt á næstu þremur árum og að þá verði 30 til 40 manns í vinnu við líftækni á Siglufirði. Ítarlegri umfjöllun um Genís má sjá í þættinum Um land allt.Milli 8 og 10 manns starfa nú hjá Genís á Siglufirði. Róbert vonast til að starfsmenn verði allt að 40 talsins innan þriggja ára.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson
Fjallabyggð Nýsköpun Um land allt Tengdar fréttir Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. 7. apríl 2014 19:00 Allaballinn sem gerðist alþjóðlegur áhættufjárfestir Maðurinn sem umbreytir Siglufirði segist ekki ætla að tapa þeim peningum sem hann leggur til bæjarins. 9. apríl 2014 11:45 Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. 7. apríl 2014 19:00
Allaballinn sem gerðist alþjóðlegur áhættufjárfestir Maðurinn sem umbreytir Siglufirði segist ekki ætla að tapa þeim peningum sem hann leggur til bæjarins. 9. apríl 2014 11:45
Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15
Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00
Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00