Enski boltinn

Touré tók boltann heim í 5-0 sigri City

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Yaya Touré skoraði þrennu og fær að eiga boltann.
Yaya Touré skoraði þrennu og fær að eiga boltann. Vísir/Getty
Yaya Touré var allt í öllu í öruggum 5-0 sigri Manchester City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag en hann skoraði þrennu og tók boltann með sér heim eftir leik.

Hann skoraði fyrstu tvö mörkin úr vítaspyrnu. Það fyrra á 26. mínútu og það síðara á 56. mínútu en FernandoAmorebieta, leikmaður Fulham, fékk að líta rauða spjaldið í aðdraganda seinni spyrnunnar.

Manni færri átti botnliðið ekki möguleika gegn City og bætti Touré við þriðja markinu á 65. mínútu leiksins, 3-0.

Brasilíumaðurinn Fernandinho bætti við fjórða marki City með föstu skoti hægra megin úr teignum á 84. mínútu og miðvörðurinn MartinDemichelis skoraði svo fimmta og síðasta mark leiksins fjórum mínútum síðar, 5-0.

Með sigrinum komst Man. City upp fyrir Arsenal í þriðja sæti deildarinnar en liðið er með 63 stig. Það er sex stigum á eftir toppliði Chelsea en á fjóra leiki til góða.

Fulham er sem fyrr á botni ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×