Segir bardagalistir vera eins og myndlist Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. mars 2014 12:00 Auður Ómarsdóttir Vísir/GVA „Ég fékk bæði inni í myndlist og fatahönnun á sínum tíma en ég valdi myndlistina, eða öllu heldur valdi myndlistin mig,“ segir Auður Ómarsdóttir, en hún er listamaður vikunnar í galleríi Kunstschlager á Rauðarárstíg og opnar sýningu þar í kvöld klukkan átta. „Ég geri málverk og teikningar, innsetningar með skúlptúrum, vídeóum og gjörningum. Ég skapa mikið innan frá, en sæki einnig innblástur til mismunandi tíðnisviða, hreyfinga, minninga og náttúrunnar. Litir í mexíkóskri víðáttu, bardagalistir og sköpun lífs hafa haft mest áhrif á myndlistina þessa dagana,“ heldur hún áfram. „Svo hefur leiklistin alltaf verið leyndur draumur, en ég fékk aðalhlutverk í kvikmynd Marteins Þórssonar, XL, á móti Ólafi Darra. Það var mikill heiður að fá að vinna með þeim listamönnum, en ég varð yfir mig ástfangin og hætti snögglega við þar sem örlögin leiddu mig í aðra átt,“ útskýrir Auður, en hún er kærasta bardagakappans Gunnars Nelson, og þau eiga saman von á strák í sumar. En Gunnar er ekki einn um það að stunda MMA á heimilinu. „Bardagalistir eru eins og myndlist, maður getur upplifað fullkomið frelsi innan hvors tveggja, líkamlegt og andlegt. Þú ert alltaf að læra og verða betri og að finna leiðir sem henta þér betur, en á sama tíma staddur í algjörri óvissu og spuna. Í slíku sköpunarflæði finnur maður fyrir miklu sjálfstæði sem einstaklingur og það er góð tilfinning,“ segir Auður. Hún er stolt af galleríi Kunstschlager. „Það er vöntun á sýningarrými í Reykjavík og því er frábært að listamannarekin gallerí eins og Kunstschlager séu til. Sorglegt er þó að slík rými hafa sjaldan langan líftíma, sökum peningaskorts. Það er brjálað að gera hjá þessum galleríum því við Íslendingar eigum svo mikið af listamönnum, ég legg til að opna skuli tómu rýmin í miðbænum og að þeim sé breytt í gallerí. Það er mjög aktív myndlistarsena á Íslandi og það er frábært að taka þátt í henni,“ útskýrir Auður, en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, haldið eina einkasýningu og stefnir á að fara í haust til Akureyrar með Snorra Ásmundssyni og sýna þar stóra sýningu, með lítið barn á mjöðminni. „Við Snorri vinnum mikið saman. Við fórum saman til Mexíkó í lok síðasta árs til þess að taka þátt í listahátíð hinna dauðu. Ég kom fyrst til Mexíkó með listamanninum Spencer Tunick sem aðstoðarmaður hans. Hann tók myndir af nöktum mexíkóum milli kaktusanna. Þá varð ég fyrir andlegri vakningu og varð að heimsækja landið aftur,“ segir Auður að lokum. Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég fékk bæði inni í myndlist og fatahönnun á sínum tíma en ég valdi myndlistina, eða öllu heldur valdi myndlistin mig,“ segir Auður Ómarsdóttir, en hún er listamaður vikunnar í galleríi Kunstschlager á Rauðarárstíg og opnar sýningu þar í kvöld klukkan átta. „Ég geri málverk og teikningar, innsetningar með skúlptúrum, vídeóum og gjörningum. Ég skapa mikið innan frá, en sæki einnig innblástur til mismunandi tíðnisviða, hreyfinga, minninga og náttúrunnar. Litir í mexíkóskri víðáttu, bardagalistir og sköpun lífs hafa haft mest áhrif á myndlistina þessa dagana,“ heldur hún áfram. „Svo hefur leiklistin alltaf verið leyndur draumur, en ég fékk aðalhlutverk í kvikmynd Marteins Þórssonar, XL, á móti Ólafi Darra. Það var mikill heiður að fá að vinna með þeim listamönnum, en ég varð yfir mig ástfangin og hætti snögglega við þar sem örlögin leiddu mig í aðra átt,“ útskýrir Auður, en hún er kærasta bardagakappans Gunnars Nelson, og þau eiga saman von á strák í sumar. En Gunnar er ekki einn um það að stunda MMA á heimilinu. „Bardagalistir eru eins og myndlist, maður getur upplifað fullkomið frelsi innan hvors tveggja, líkamlegt og andlegt. Þú ert alltaf að læra og verða betri og að finna leiðir sem henta þér betur, en á sama tíma staddur í algjörri óvissu og spuna. Í slíku sköpunarflæði finnur maður fyrir miklu sjálfstæði sem einstaklingur og það er góð tilfinning,“ segir Auður. Hún er stolt af galleríi Kunstschlager. „Það er vöntun á sýningarrými í Reykjavík og því er frábært að listamannarekin gallerí eins og Kunstschlager séu til. Sorglegt er þó að slík rými hafa sjaldan langan líftíma, sökum peningaskorts. Það er brjálað að gera hjá þessum galleríum því við Íslendingar eigum svo mikið af listamönnum, ég legg til að opna skuli tómu rýmin í miðbænum og að þeim sé breytt í gallerí. Það er mjög aktív myndlistarsena á Íslandi og það er frábært að taka þátt í henni,“ útskýrir Auður, en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, haldið eina einkasýningu og stefnir á að fara í haust til Akureyrar með Snorra Ásmundssyni og sýna þar stóra sýningu, með lítið barn á mjöðminni. „Við Snorri vinnum mikið saman. Við fórum saman til Mexíkó í lok síðasta árs til þess að taka þátt í listahátíð hinna dauðu. Ég kom fyrst til Mexíkó með listamanninum Spencer Tunick sem aðstoðarmaður hans. Hann tók myndir af nöktum mexíkóum milli kaktusanna. Þá varð ég fyrir andlegri vakningu og varð að heimsækja landið aftur,“ segir Auður að lokum.
Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira