Setja óperuna í skondinn búning Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. mars 2014 09:00 Bylgja Dís Gunnarsdóttir í hlutverki nornarinnar bragðar á kjötsúpunni. Mynd/ Sigurlaug Knudsen Stefánsdóttir Allir þekkja söguna um Hans og Grétu. Óp-hópurinn vill kynna heim óperunnar fyrir börnum á skemmtilegan og ævintýralegan hátt og sýnir barnaóperuna um þau Hans og Grétu tvívegis á morgun í Salnum, klukkan 11 og klukkan 13.30. Sýningin er um klukkustundarlöng, verkið var stytt í þeim tilgangi að gera það aðgengilegra fyrir börn á öllum aldri. Tónlist Humperdincks og texti systur hans, Adelheid Wette, setja óperuna Hans og Grétu í skondinn búning en um leið vekur hún fólk sterkt til umhugsunar um lífið og tilveruna. Í tónlistinni leynast stef sem eru Íslendingum góðkunn eins og Það búa litlir dvergar í björtum sal. Þegar að þeim hluta sýningarinnar kemur er gestum boðið að taka þátt og syngja með. Í uppsetningarferlinu íslenskaðist fleira en texti óperunnar því fjölskyldan rekur lopaverkstæði og nornin er ekki með bakaraofn eins og í upphaflegu sögunni heldur risastóran pott sem hún notar til að sjóða kjötsúpu. Leikstjóri er Maja Jantar. Hún er hollensk en gift Íslendingi og því með sterk tengsl við landið. Hún hefur sérhæft sig í uppsetningu barnaópera. Ekkert hlé er á sýningunni en hún verður samt brotin upp því 2. þáttur verður sýndur í anddyri Salarins og er því foreldrum, öfum og ömmum bent á að gott getur verið að kippa með sér púðum til að sitja á í öðrum þætti. Sýningar eru líka fyrirhugaðar sunnudaginn 30. mars klukkan 13.30 og 16. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Allir þekkja söguna um Hans og Grétu. Óp-hópurinn vill kynna heim óperunnar fyrir börnum á skemmtilegan og ævintýralegan hátt og sýnir barnaóperuna um þau Hans og Grétu tvívegis á morgun í Salnum, klukkan 11 og klukkan 13.30. Sýningin er um klukkustundarlöng, verkið var stytt í þeim tilgangi að gera það aðgengilegra fyrir börn á öllum aldri. Tónlist Humperdincks og texti systur hans, Adelheid Wette, setja óperuna Hans og Grétu í skondinn búning en um leið vekur hún fólk sterkt til umhugsunar um lífið og tilveruna. Í tónlistinni leynast stef sem eru Íslendingum góðkunn eins og Það búa litlir dvergar í björtum sal. Þegar að þeim hluta sýningarinnar kemur er gestum boðið að taka þátt og syngja með. Í uppsetningarferlinu íslenskaðist fleira en texti óperunnar því fjölskyldan rekur lopaverkstæði og nornin er ekki með bakaraofn eins og í upphaflegu sögunni heldur risastóran pott sem hún notar til að sjóða kjötsúpu. Leikstjóri er Maja Jantar. Hún er hollensk en gift Íslendingi og því með sterk tengsl við landið. Hún hefur sérhæft sig í uppsetningu barnaópera. Ekkert hlé er á sýningunni en hún verður samt brotin upp því 2. þáttur verður sýndur í anddyri Salarins og er því foreldrum, öfum og ömmum bent á að gott getur verið að kippa með sér púðum til að sitja á í öðrum þætti. Sýningar eru líka fyrirhugaðar sunnudaginn 30. mars klukkan 13.30 og 16.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira