Setja óperuna í skondinn búning Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. mars 2014 09:00 Bylgja Dís Gunnarsdóttir í hlutverki nornarinnar bragðar á kjötsúpunni. Mynd/ Sigurlaug Knudsen Stefánsdóttir Allir þekkja söguna um Hans og Grétu. Óp-hópurinn vill kynna heim óperunnar fyrir börnum á skemmtilegan og ævintýralegan hátt og sýnir barnaóperuna um þau Hans og Grétu tvívegis á morgun í Salnum, klukkan 11 og klukkan 13.30. Sýningin er um klukkustundarlöng, verkið var stytt í þeim tilgangi að gera það aðgengilegra fyrir börn á öllum aldri. Tónlist Humperdincks og texti systur hans, Adelheid Wette, setja óperuna Hans og Grétu í skondinn búning en um leið vekur hún fólk sterkt til umhugsunar um lífið og tilveruna. Í tónlistinni leynast stef sem eru Íslendingum góðkunn eins og Það búa litlir dvergar í björtum sal. Þegar að þeim hluta sýningarinnar kemur er gestum boðið að taka þátt og syngja með. Í uppsetningarferlinu íslenskaðist fleira en texti óperunnar því fjölskyldan rekur lopaverkstæði og nornin er ekki með bakaraofn eins og í upphaflegu sögunni heldur risastóran pott sem hún notar til að sjóða kjötsúpu. Leikstjóri er Maja Jantar. Hún er hollensk en gift Íslendingi og því með sterk tengsl við landið. Hún hefur sérhæft sig í uppsetningu barnaópera. Ekkert hlé er á sýningunni en hún verður samt brotin upp því 2. þáttur verður sýndur í anddyri Salarins og er því foreldrum, öfum og ömmum bent á að gott getur verið að kippa með sér púðum til að sitja á í öðrum þætti. Sýningar eru líka fyrirhugaðar sunnudaginn 30. mars klukkan 13.30 og 16. Menning Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Allir þekkja söguna um Hans og Grétu. Óp-hópurinn vill kynna heim óperunnar fyrir börnum á skemmtilegan og ævintýralegan hátt og sýnir barnaóperuna um þau Hans og Grétu tvívegis á morgun í Salnum, klukkan 11 og klukkan 13.30. Sýningin er um klukkustundarlöng, verkið var stytt í þeim tilgangi að gera það aðgengilegra fyrir börn á öllum aldri. Tónlist Humperdincks og texti systur hans, Adelheid Wette, setja óperuna Hans og Grétu í skondinn búning en um leið vekur hún fólk sterkt til umhugsunar um lífið og tilveruna. Í tónlistinni leynast stef sem eru Íslendingum góðkunn eins og Það búa litlir dvergar í björtum sal. Þegar að þeim hluta sýningarinnar kemur er gestum boðið að taka þátt og syngja með. Í uppsetningarferlinu íslenskaðist fleira en texti óperunnar því fjölskyldan rekur lopaverkstæði og nornin er ekki með bakaraofn eins og í upphaflegu sögunni heldur risastóran pott sem hún notar til að sjóða kjötsúpu. Leikstjóri er Maja Jantar. Hún er hollensk en gift Íslendingi og því með sterk tengsl við landið. Hún hefur sérhæft sig í uppsetningu barnaópera. Ekkert hlé er á sýningunni en hún verður samt brotin upp því 2. þáttur verður sýndur í anddyri Salarins og er því foreldrum, öfum og ömmum bent á að gott getur verið að kippa með sér púðum til að sitja á í öðrum þætti. Sýningar eru líka fyrirhugaðar sunnudaginn 30. mars klukkan 13.30 og 16.
Menning Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira