Sagðist ekki hafa séð ráðningarsamning Reynis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2014 12:18 Hallgrímur ásamt Jóni Trausta Reynissyni, framkvæmdastjóra DV. Vísir/GVA „Það ríkir mikil samstaða um að ekki sé hægt að starfa áfram á meðan þetta liggur í loftinu,“ segir blaðamaður DV í samtali við Vísi. Hallgrímur Thorsteinsson, nýr ritstjóri DV, og Þorsteinn Guðnason, stjórnarformaður DV, svöruðu spurningum starfsmanna á fundi í morgun. Starfsmenn eru afar óhressir við þær tilkynningar sem stjórn DV hefur sent út undanfarið og í kjölfar hallarbyltingarinnar sem gerð var á aðalfundi á föstudaginn.Í tilkynningu frá stjórn DV í gær kom fram að til stæði að láta fram fara tvíþætta úttekt á félaginu. Farið yrði yfir rekstur og fjármál félagsins annars vegar og skoðun á faglegum þáttum í ljósi ábendinga sem hafa komið fram hins vegar. Óháðir aðilar myndu verða fengnir til að vinna úttektirnar. Þorsteinn tók við stjórnarformennsku á föstudag auk þess sem kjörin var ný stjórn. Hallgrímur var svo ráðinn ritstjóri í gær. Reynir Traustason ritstjóri var svo leystur frá starfskyldum sínum í gær sem starfsmenn DV eru margir hverjir mjög ósáttir við. „Það er mikil reiði vegna þess hvernig komið er fram við fyrrverandi ritstjóra.“Hallgrímur Thorsteinsson, nýr ritstjóri DV og DV.is, heilsar starfsmönnum fyrir fundinn í morgun.Vísir/GVASamkvæmt heimildum Vísis gengu starfsmenn DV á þá Hallgrím og Þorstein af töluverðum ákafa og kröfðu þá um svör. Skilja þeir ekki hvers vegna Reynir hafi verið leystur frá starfskyldum sínum en ekki einfaldlega rekinn. Heimildarmaður Vísis segir að lengi vel hafi verið fátt um svör varðandi þá ákvörðun stjórnar. Með tímanum hafi svörin orðið á þá leið að Reynir hafi verið leystur undan starfskyldum en ekki sagt upp þar sem stjórnarmenn hefðu ekki haft ráðrúm til að kynna sér ráðningarsamning Reynis. Fundurinn hófst klukkan níu og stóð til hádegis. Voru þeir Hallgrímur og Þorsteinn til svara til klukkan ellefu en þá yfirgaf Þorsteinn fundinn. Skilningur þess blaðamanns DV sem Vísir ræddi við var sá að fundinum yrði framhaldið eftir hádegi. „Okkur finnst vegið að trúverðugleika allra sem starfa hér,“ segir blaðamaður DV. Tveir blaðamenn DV sögðu upp störfum á miðlinum fyrir helgi. Ekki liggur fyrir hvort fleiri hafi farið að þeirra fordæmi. Hvorki hefur náðst í Hallgrím Thorsteinsson né Þorstein Guðnason þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag. Tengdar fréttir Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30 Hallgrímur Thorsteinsson ráðinn ritstjóri DV Reynir Traustason hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum og Hallgrímur hefur störf á morgun. 7. september 2014 19:03 Fráhvarf Ólafs breytir engu fyrir framhald DV "Mér fannst Reynir stundum ganga full nærri fólki. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ 7. september 2014 15:48 Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45 Ólafur hættir við að taka sæti í nýrri stjórn DV "Starfsmönnum DV þakka ég gott samstarf og ánægjuleg viðkynningu og vona að þeirra bíði björt framtíð á öflugum miðli.” 7. september 2014 15:03 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
„Það ríkir mikil samstaða um að ekki sé hægt að starfa áfram á meðan þetta liggur í loftinu,“ segir blaðamaður DV í samtali við Vísi. Hallgrímur Thorsteinsson, nýr ritstjóri DV, og Þorsteinn Guðnason, stjórnarformaður DV, svöruðu spurningum starfsmanna á fundi í morgun. Starfsmenn eru afar óhressir við þær tilkynningar sem stjórn DV hefur sent út undanfarið og í kjölfar hallarbyltingarinnar sem gerð var á aðalfundi á föstudaginn.Í tilkynningu frá stjórn DV í gær kom fram að til stæði að láta fram fara tvíþætta úttekt á félaginu. Farið yrði yfir rekstur og fjármál félagsins annars vegar og skoðun á faglegum þáttum í ljósi ábendinga sem hafa komið fram hins vegar. Óháðir aðilar myndu verða fengnir til að vinna úttektirnar. Þorsteinn tók við stjórnarformennsku á föstudag auk þess sem kjörin var ný stjórn. Hallgrímur var svo ráðinn ritstjóri í gær. Reynir Traustason ritstjóri var svo leystur frá starfskyldum sínum í gær sem starfsmenn DV eru margir hverjir mjög ósáttir við. „Það er mikil reiði vegna þess hvernig komið er fram við fyrrverandi ritstjóra.“Hallgrímur Thorsteinsson, nýr ritstjóri DV og DV.is, heilsar starfsmönnum fyrir fundinn í morgun.Vísir/GVASamkvæmt heimildum Vísis gengu starfsmenn DV á þá Hallgrím og Þorstein af töluverðum ákafa og kröfðu þá um svör. Skilja þeir ekki hvers vegna Reynir hafi verið leystur frá starfskyldum sínum en ekki einfaldlega rekinn. Heimildarmaður Vísis segir að lengi vel hafi verið fátt um svör varðandi þá ákvörðun stjórnar. Með tímanum hafi svörin orðið á þá leið að Reynir hafi verið leystur undan starfskyldum en ekki sagt upp þar sem stjórnarmenn hefðu ekki haft ráðrúm til að kynna sér ráðningarsamning Reynis. Fundurinn hófst klukkan níu og stóð til hádegis. Voru þeir Hallgrímur og Þorsteinn til svara til klukkan ellefu en þá yfirgaf Þorsteinn fundinn. Skilningur þess blaðamanns DV sem Vísir ræddi við var sá að fundinum yrði framhaldið eftir hádegi. „Okkur finnst vegið að trúverðugleika allra sem starfa hér,“ segir blaðamaður DV. Tveir blaðamenn DV sögðu upp störfum á miðlinum fyrir helgi. Ekki liggur fyrir hvort fleiri hafi farið að þeirra fordæmi. Hvorki hefur náðst í Hallgrím Thorsteinsson né Þorstein Guðnason þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag.
Tengdar fréttir Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30 Hallgrímur Thorsteinsson ráðinn ritstjóri DV Reynir Traustason hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum og Hallgrímur hefur störf á morgun. 7. september 2014 19:03 Fráhvarf Ólafs breytir engu fyrir framhald DV "Mér fannst Reynir stundum ganga full nærri fólki. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ 7. september 2014 15:48 Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45 Ólafur hættir við að taka sæti í nýrri stjórn DV "Starfsmönnum DV þakka ég gott samstarf og ánægjuleg viðkynningu og vona að þeirra bíði björt framtíð á öflugum miðli.” 7. september 2014 15:03 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30
Hallgrímur Thorsteinsson ráðinn ritstjóri DV Reynir Traustason hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum og Hallgrímur hefur störf á morgun. 7. september 2014 19:03
Fráhvarf Ólafs breytir engu fyrir framhald DV "Mér fannst Reynir stundum ganga full nærri fólki. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ 7. september 2014 15:48
Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45
Ólafur hættir við að taka sæti í nýrri stjórn DV "Starfsmönnum DV þakka ég gott samstarf og ánægjuleg viðkynningu og vona að þeirra bíði björt framtíð á öflugum miðli.” 7. september 2014 15:03