Fótbolti

Frakkar skiptu í fluggírinn á lokakaflanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Frakkar tryggðu sér sæti sæti í átta liða úrslitum á HM í fótbolta í Brasilíu með 2-0 sigri á Nígeríu í fyrri leik dagsins í sextán liða úrslitunum.

Frakkar skoruðu bæði mörkin sín á síðustu ellefu mínútum leiksins en þeir skiptu í annan gír um miðjan seinni hálfleiknum og keyrðu yfir nígeríska liðið á lokakafla leiksins.

Nígeríumenn stóðu vel í Frökkum fram eftir leik og skoruðu mark í fyrri hálfleiknum sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Þeir byrjuðu einnig vel í seinni hálfleiknum en gáfu eftir síðasta hálftíma leiksins.

Paul Pogba fékk frábært færi til að koma Frökkum yfir í fyrri hálfleiknum en bætti fyrir það með því að skora sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok.

Frakkar höfðu tekið öll völd á vellinum síðustu fimmtán mínúturnar fyrir markið og franskt mark lá svo sannarlega í loftinu þegar Progba var á réttum stað eftir hornspyrnu.

Vincent Enyeama, markvörður Nígeríu, missti af hornspyrnu Mathieu Valbuena og Paul Pogba beið á fjarstöng skallaði boltann í tómt markið.

Frakkar bættu við öðru marki í uppbótartíma leiksins þegar Joseph Yobo, fyrirliði Nígeríu, varð fyrir því að skora sjálfsmark eftir undirbúning Mathieu Valbuena. Í fyrstu leit út fyrir að Antoine Griezmann hefði skorað markið en svo reyndist ekki vera.

Frakkar mæta annaðhvort Þýskalandi eða Alsír í átta liða úrslitunum en leikur þeirra fer fram seinna í kvöld.

1-0 Paul Pogba.Vísir/Getty
2-0 sjálfsmark.Vísir/Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×