Menning

Flauta og klarínetta í Þingvallakirkju

Flautuleikarinn Hallfríður Ólafsdóttir leikur á flautuna sína á Þingvöllum annað kvöld.
Flautuleikarinn Hallfríður Ólafsdóttir leikur á flautuna sína á Þingvöllum annað kvöld. Vísir/Vilhelm
Fjórðu tónleikarnir á tónlistarhátíðinni Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju verða haldnir í kirkjunni annað kvöld. Þá munu hjónin Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari og Ármann Helgason klarínettuleikari töfra fram tóna úr hljóðfærum sínum út í sumarnóttina í þjóðgarðinum.



Þau munu leika tónlist allt frá barokkdönsum til frumsaminna verka sem samin voru fyrir flytjendur kvöldsins af þeim Björgu Brjánsdóttur og Elínu Gunnlaugsdóttur.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og er ókeypis inn. Gestir eru að venju beðnir um að leggja bílum sínum við Flosagjá eða á Valhallarreit og ganga til kirkju. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.