"Ég er ekki nógu grönn til að vera með grönnu stelpunum" Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2014 14:58 Fyrirsætan Myla Dalbesio, 27 ára, var nýlega ráðin í verkefni hjá tískurisanum Calvin Klein til að sitja fyrir í nýjustu herferðinni, Perfectly Fit. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Myla er það sem kallað er í fyrirsætubransanum „plus size“ eða fyrirsæta í yfirstærð. Hún notar stærð 10 og er talsvert stærri en þær fyrirsætur sem Calvin Klein ræður vanalega til sín. Aðrar fyrirsætur sem sitja fyrir í Perfectly Fit-herferðinni eru Lara Stone, Jourdan Dunn og Ji Hye Park. „Þetta er svolítið ruglandi því ég er stærri stelpa. Ég er ekki stærsta stelpan í bransanum en ég er klárlega stærri en allar stelpur sem Calvin Klein hefur unnið með og það hræðir mig aðeins,“ segir Myla í samtali við ELLE. Myla eyddi mörgum árum í að misnota lyf, fara í öfgakenndar megranir og kljást við lotugræðgi til að verða mjórri. Hún ákvað að taka líkama sinn í sátt en hefur átt erfitt uppdráttar í fyrirsætuheiminum. „Ég er í miðjunni. Ég er ekki nógu grönn til að vera með grönnu stelpunum og ekki nógu stór til að vera með stóru stelpunum þannig að ég hef ekki fundið minn stað. Þessi herferð er mjög mikilvæg fyrir mig. Ég veit samt ekki hvort ég komist á tískupallana, það er erfitt að komast að þar,“ segir hún. Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Fyrirsætan Myla Dalbesio, 27 ára, var nýlega ráðin í verkefni hjá tískurisanum Calvin Klein til að sitja fyrir í nýjustu herferðinni, Perfectly Fit. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Myla er það sem kallað er í fyrirsætubransanum „plus size“ eða fyrirsæta í yfirstærð. Hún notar stærð 10 og er talsvert stærri en þær fyrirsætur sem Calvin Klein ræður vanalega til sín. Aðrar fyrirsætur sem sitja fyrir í Perfectly Fit-herferðinni eru Lara Stone, Jourdan Dunn og Ji Hye Park. „Þetta er svolítið ruglandi því ég er stærri stelpa. Ég er ekki stærsta stelpan í bransanum en ég er klárlega stærri en allar stelpur sem Calvin Klein hefur unnið með og það hræðir mig aðeins,“ segir Myla í samtali við ELLE. Myla eyddi mörgum árum í að misnota lyf, fara í öfgakenndar megranir og kljást við lotugræðgi til að verða mjórri. Hún ákvað að taka líkama sinn í sátt en hefur átt erfitt uppdráttar í fyrirsætuheiminum. „Ég er í miðjunni. Ég er ekki nógu grönn til að vera með grönnu stelpunum og ekki nógu stór til að vera með stóru stelpunum þannig að ég hef ekki fundið minn stað. Þessi herferð er mjög mikilvæg fyrir mig. Ég veit samt ekki hvort ég komist á tískupallana, það er erfitt að komast að þar,“ segir hún.
Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira