Lék langafa og löggu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2014 10:00 „Oft þegar ég fór í bíl fram hjá leikhúsunum spurði ég hvenær ég yrði nógu stór til að mega fara í prufur.“ Fréttablaðið/Valli Hvaða auglýsingum hefur þú leikið í? „Ég hef leikið í nokkuð mörgum. Í sumar var ég í auglýsingu fyrir Flugfélag Íslands. Hún var tekin upp á Ísafirði og í flugskýli við Reykjavíkurflugvöll. Það var kalt þegar við vorum að taka upp atriði þar sem ég hleyp út úr flugvélinni en mér var sama, mér fannst þetta æðislega gaman. Síðast lék ég í sjónvarpsauglýsingu fyrir UNICEF, þar sem við áttum að leika börn í flóttamannabúðum. Einu sinni lék ég í útvarpsauglýsingu fyrir Olís og svo hef ég leikið í nokkrum auglýsingum fyrir blöð.“ En leikritum? „Já, ég lék í Óvitunum sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu í fyrravetur. Þar lék ég langafa sem var orðinn elliær og svolítið ringlaður en mikill áhugamaður um Jónas frá Hriflu, löggu og kaffikerlingu. Síðasta vetur lék ég líka í Fólkinu í blokkinni, þar sem ég var afmælisgestur í fyrsta þættinum.“ Hver eru helstu áhugamálin þín? „Mín helstu áhugamál eru leiklist og fótbolti.“ Í hvaða skóla ertu? „Ég er í 4. bekk í Vesturbæjarskóla.“ Ertu í aukatímum? „Ég æfi fótbolta með KR og er í Sönglist þar sem ég læri bæði söng og leik, hef líka verið í Leynileikhúsinu.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að leika og spila fótbolta. Ég er oftast úti með vinum mínum í fótbolta.“ Hjálpar þú stundum til á heimilinu? „Stundum hjálpa ég til við að passa Daníel, litla bróður minn, sem er fimm ára.“ Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Mig langar eiginlega bara að leika.“ Er langt síðan þú lést þig dreyma um það? „Já, ég var þriggja ára þegar mig fór að dreyma um leiklist. Þá fór ég á opið hús í Borgarleikhúsinu. Á sama tíma var frændi minn að leika í Þjóðleikhúsinu og hann bauð mér baksviðs og upp á þak. Oft þegar ég fór í bíl fram hjá leikhúsunum spurði ég hvenær ég yrði nógu stór til að mega að fara í prufur. Síðan rættist draumurinn þegar ég lék á stóra sviði Þjóðleikhússins fyrir fullum sal.“ Krakkar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Sjá meira
Hvaða auglýsingum hefur þú leikið í? „Ég hef leikið í nokkuð mörgum. Í sumar var ég í auglýsingu fyrir Flugfélag Íslands. Hún var tekin upp á Ísafirði og í flugskýli við Reykjavíkurflugvöll. Það var kalt þegar við vorum að taka upp atriði þar sem ég hleyp út úr flugvélinni en mér var sama, mér fannst þetta æðislega gaman. Síðast lék ég í sjónvarpsauglýsingu fyrir UNICEF, þar sem við áttum að leika börn í flóttamannabúðum. Einu sinni lék ég í útvarpsauglýsingu fyrir Olís og svo hef ég leikið í nokkrum auglýsingum fyrir blöð.“ En leikritum? „Já, ég lék í Óvitunum sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu í fyrravetur. Þar lék ég langafa sem var orðinn elliær og svolítið ringlaður en mikill áhugamaður um Jónas frá Hriflu, löggu og kaffikerlingu. Síðasta vetur lék ég líka í Fólkinu í blokkinni, þar sem ég var afmælisgestur í fyrsta þættinum.“ Hver eru helstu áhugamálin þín? „Mín helstu áhugamál eru leiklist og fótbolti.“ Í hvaða skóla ertu? „Ég er í 4. bekk í Vesturbæjarskóla.“ Ertu í aukatímum? „Ég æfi fótbolta með KR og er í Sönglist þar sem ég læri bæði söng og leik, hef líka verið í Leynileikhúsinu.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að leika og spila fótbolta. Ég er oftast úti með vinum mínum í fótbolta.“ Hjálpar þú stundum til á heimilinu? „Stundum hjálpa ég til við að passa Daníel, litla bróður minn, sem er fimm ára.“ Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Mig langar eiginlega bara að leika.“ Er langt síðan þú lést þig dreyma um það? „Já, ég var þriggja ára þegar mig fór að dreyma um leiklist. Þá fór ég á opið hús í Borgarleikhúsinu. Á sama tíma var frændi minn að leika í Þjóðleikhúsinu og hann bauð mér baksviðs og upp á þak. Oft þegar ég fór í bíl fram hjá leikhúsunum spurði ég hvenær ég yrði nógu stór til að mega að fara í prufur. Síðan rættist draumurinn þegar ég lék á stóra sviði Þjóðleikhússins fyrir fullum sal.“
Krakkar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Sjá meira