Deilt um úthutun hjúkrunarrýma á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. maí 2014 18:25 Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir það óskiljanlega ákvörðun að ákveðið hafi verið flytja ný hjúkrunarrými frá Árnessýslu á önnur svæði á Suðurlandi því í sýslunni bíði þrettán manns, allt veikt fólk í brýnni þörf að komast inn á hjúkrunarheimili. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar er ekki hress þessa dagana þegar litið er á stöðu hjúkrunarrýma í Árnessýslu því plássunum fækkar og fækkar á meðan biðlistarnir lengjast. Um miðjan apríl voru tekin 4 hjúkrunarrými af Kumbaravogi á Stokkseyri fyrir tilstuðlan sveitarstjórnarmanna í Árnessýslu sem vildu koma þessum rýmum í notkun fyrir íbúa sýslunnar. Óskað var eftir því við ráðuneyti heilbrigðismála að tvö rými yrðu flutt á Sólvelli á Eyrarbakka og tvö að Ási í Hveragerði þar sem að ónotuð herbergi voru tilbúin og því hægt að taka strax inn í þessi rými. Af einhverju ástæðum ákveður svo heilbrigðisráðuneytið að nýta einungis tvö af þessu rýmum í Árnessýslu nánar tiltekið á Sólvöllum á Eyrarbakka en ganga fram hjá Ási í Hveragerði. Á sama tíma var fjölgað um 6 hjúkrunarrými í Rangárþingi en 1 dvalarrými tekið í staðinn. En hvað er nýjast í málinu í dag ? „Það gáfust möguleikar á að auka fjölda hjúkrunarrýma hér í Árnessýslu um fjögur en þess í stað þá eru tvö sett hingað og tvö sett annað. Okkur finnst þetta mjög sérstakt, sérstaklega í ljós þess að hér eru langir biðlistar og brýnt að brugðist sé við þeim,“ segir Aldís. Hún segir að sveitarstjórnarmenn í Árnessýslu sætti sig ekki við biðlistann. „Nei, alls ekki og við óskum skýringa, við viljum fá skýringar frá þeim sem þarna hafa ákveðið þetta, hvers vegna eru tekin hjúkrunarrými frá því svæði þar sem þörfin er hvað brýnust og sett annað,“ bætir hún við. En af hverju heldur hún að svona gerist ? „Ég get ekki svarað því, ég hreint skil það ekki, þetta er að mínu mati óskiljanleg ákvörðun.“ Aldís gagnrýnir þingmenn Suðurkjördæmis og á þessi skilaboð til þeirra. „Fyrst og fremst óskum við svara, hvers vegna var þetta gert svona og með hvaða hætti á þá að bregðast við þeim vanda sem eftir stendur,“ segir hún. Eru þingmenn Suðurkjördæmis að klikka í þessu máli ? „Ég vona ekki, ég vona að við fáum skýringar á þessu og að sjálfsögðu búumst við því að við fáum aukningu á hjúkrunarrými því það er svo sannarlega þörf á því,“ segir bæjarstjórinn. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Tveir bílar rákust saman við á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Sjá meira
Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir það óskiljanlega ákvörðun að ákveðið hafi verið flytja ný hjúkrunarrými frá Árnessýslu á önnur svæði á Suðurlandi því í sýslunni bíði þrettán manns, allt veikt fólk í brýnni þörf að komast inn á hjúkrunarheimili. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar er ekki hress þessa dagana þegar litið er á stöðu hjúkrunarrýma í Árnessýslu því plássunum fækkar og fækkar á meðan biðlistarnir lengjast. Um miðjan apríl voru tekin 4 hjúkrunarrými af Kumbaravogi á Stokkseyri fyrir tilstuðlan sveitarstjórnarmanna í Árnessýslu sem vildu koma þessum rýmum í notkun fyrir íbúa sýslunnar. Óskað var eftir því við ráðuneyti heilbrigðismála að tvö rými yrðu flutt á Sólvelli á Eyrarbakka og tvö að Ási í Hveragerði þar sem að ónotuð herbergi voru tilbúin og því hægt að taka strax inn í þessi rými. Af einhverju ástæðum ákveður svo heilbrigðisráðuneytið að nýta einungis tvö af þessu rýmum í Árnessýslu nánar tiltekið á Sólvöllum á Eyrarbakka en ganga fram hjá Ási í Hveragerði. Á sama tíma var fjölgað um 6 hjúkrunarrými í Rangárþingi en 1 dvalarrými tekið í staðinn. En hvað er nýjast í málinu í dag ? „Það gáfust möguleikar á að auka fjölda hjúkrunarrýma hér í Árnessýslu um fjögur en þess í stað þá eru tvö sett hingað og tvö sett annað. Okkur finnst þetta mjög sérstakt, sérstaklega í ljós þess að hér eru langir biðlistar og brýnt að brugðist sé við þeim,“ segir Aldís. Hún segir að sveitarstjórnarmenn í Árnessýslu sætti sig ekki við biðlistann. „Nei, alls ekki og við óskum skýringa, við viljum fá skýringar frá þeim sem þarna hafa ákveðið þetta, hvers vegna eru tekin hjúkrunarrými frá því svæði þar sem þörfin er hvað brýnust og sett annað,“ bætir hún við. En af hverju heldur hún að svona gerist ? „Ég get ekki svarað því, ég hreint skil það ekki, þetta er að mínu mati óskiljanleg ákvörðun.“ Aldís gagnrýnir þingmenn Suðurkjördæmis og á þessi skilaboð til þeirra. „Fyrst og fremst óskum við svara, hvers vegna var þetta gert svona og með hvaða hætti á þá að bregðast við þeim vanda sem eftir stendur,“ segir hún. Eru þingmenn Suðurkjördæmis að klikka í þessu máli ? „Ég vona ekki, ég vona að við fáum skýringar á þessu og að sjálfsögðu búumst við því að við fáum aukningu á hjúkrunarrými því það er svo sannarlega þörf á því,“ segir bæjarstjórinn.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Tveir bílar rákust saman við á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Sjá meira