Meira um Skuldafélagið Hafnarfjörður
Því miður er það svo að skuldastaða Hafnarfjarðarbæjar er mjög slæm. Ef farið er á bls. 26 í ársreikning Hafnafjarðar fyrir árið 2013 kemur í ljós að árið 2010, þegar núverandi meirihluti tók við, þá skuldaði hver íbúi kr. 1.150.000 en í árslok 2013 kr. 1.218.000. Hækkun um 6%. Þetta eru daprar lykiltölur og slakur árangur fyrir núverandi meirihluta. Því á sama tíma fjölgaði íbúum Hafnafjarðar um 5% (úr 26.099 í 27.325). Þetta er viðskilnaðurinn góði sem verið er að státa sig af.
Á heimasíðu Hafnafjarðarbæjar segir einnig: „Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri segir afkomu bæjarins enn betri en gert hafi verið ráð fyrir og að rekstrarafgangur sé umfram áætlanir.“ Þetta er einfaldlega rangt. Reyndar er það rétt að skuldir lækka milli áranna 2013 og 2012 en hver ætli sé nú stærsta skýringin á því. Jú, gengi íslensku krónunnar er umtalsvert hærra en það var í árslok 2012. Ef skoðaður er rekstarreikningur bæjarins árið 2013 þá er hann betri en árið 2012. Hins vegar ef rekstarniðurstaða án fjármagnsliða er skoðuð kemur berlega í ljós að REKSTRARNIÐURSTAÐA ÁN FJÁRMAGNSLIÐA ER LAKARI EN ÁÆTLANIR BÆÐI FYRIR A OG A OG B HLUTA. Reyndar er handbært fé frá rekstri í sjóðstreymi jákvætt en líka lakara en þær áætlanir sem borið er saman við.
Því er þessi lokaniðurstaða hagstæðari en áætlanir tilkomin vegna gengishagnaðar. Því miður fyrir núverandi bæjarmeirihluta þá getum við íbúar Hafnarfjarðar ekki þakkað Guðrúnu Ágústu fyrir hækkun á gengi íslensku krónunnar, frá því að ný ríkisstjórn tók til valda í landinu.
Því er það ekki mikil reisn að þurfa að fá ábendingu endurskoðenda á skuldastöðu og veltufjárhlutfalli bæjarins sem er umtalsvert hærra en nú er talað um að setja í lög. 150% á að vera viðmiðið í stað 217% samkvæmt skýrslu löggiltra endurskoðenda hjá bænum.
Reyndar er það svo að meira segja allar skuldir koma ekki fram í ársreikningum því skuldir við tollstjóra 322 milljónir eru ekki í efnahagsreikningi, þó svo bærinn hafi tapað því máli í Héraðsdómi.
Við Framsóknarmenn vonust til að við getum aukið á jákvæðni og samstarfi milli bæjarfulltrúa. Því miður er það dapurleg staðreynd að minnihluti sé á móti því sem meirihlutinn gerir nema hann hafi fengið að vera „memm“. Eins og flestum er kunnugt voru nýlegar lagðar fram tillögur í bæjarstjórn vegna skuldbreytinga á stóru erlendu láni. Því finnst okkur það sorgleg niðurstaða hjá Sjálfstæðismönnum að sitja hjá við afgreiðslu skuldbreytinga á stóra láninu svo kallaða. Við Framsóknarmenn segjum að það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur. Því viljum við fagna því að verið sé að lágmarka áhættu bæjarins með því að breyta skuldum bæjarins í krónulán á meðan gengi krónunnar er eins hagstætt eins og nú er.
Bæjarstjórn ætlar að nýta sér forkaupsrétt vegna sölu aflaveiðiheimilda. Hvert er planið? Á að stofna hér nýja bæjarútgerð? Maður les í blöðum að bæjarstjórinn krefji fyrirtækið um hitt og þetta. Er nú ekki vænlegra að blása í friðarpípur og setjast niður með viðkomandi. Svona yfirlýsingar í blöðum hjálpa ekkert til. Bestu fréttirnar sem við viljum fá væru að verið sé að leysa málið með samningum í stað fleiri dómsmála.
Við Framsóknarmenn teljum okkur geta gert betur þegar kemur að fjármálastjórninni ásamt því að tryggja í Hafnarfiði mannvænlegt umhverfi.
Í lýðræðisþjóðfélagi er engum flokki hollt að vera of lengi á valdastólunum. Það er kominn tími á breytingar og sjálftökuvöld Samfylkingarinnar í bænum. Kjósum X-B og fáum ferska vindi til að blása.
Skoðun
Hér er kona, um konu…
Vilborg Gunnarsdóttir skrifar
Vegna greinar Snorra Mássonar
Guðmundur Andri Thorsson skrifar
Ertu á krossgötum?
Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins?
Sigurjón Þórðarson skrifar
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg?
Gunnar Ármannsson skrifar
Máttur kaffibollans
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar
Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin
Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Árið 1975 er að banka
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar?
Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Val Vigdísar
Skúli Ólafsson skrifar
Friður á jörðu
Þröstur Friðfinnsson skrifar
Af hverju eru kennarar að fara í verkfall?
Anton Már Gylfason skrifar
Opið bréf til Íslandspósts ohf.
Gróa Jóhannsdóttir skrifar
Gaza getur ekki beðið lengur
Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar
Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu
Jón Frímann Jónsson skrifar
SVEIT – Kastið inn handklæðinu
Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar
Skjáfíkn - vísindi eða trú?
Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Evrópusambandið eða nasismi
Snorri Másson skrifar
Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað
Andri Þorvarðarson skrifar
Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi
Sæunn Kjartansdóttir skrifar
Listin að styðja en ekki stýra
Árni Sigurðsson skrifar
Með vægi í samræmi við það
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku
Bergsveinn Ólafsson skrifar
Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi?
Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks
Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda
Ólafur William Hand skrifar
Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar?
Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar
Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing
Ólafur Ágúst Hraundal skrifar