Erlent

Nígería laus við ebólu

Samúel karl Ólason skrifar
Hitastig fólks var kannað á áhorfendum landsleiks í Nígeríu nýverið.
Hitastig fólks var kannað á áhorfendum landsleiks í Nígeríu nýverið. Vílsir/AFP
Búist er við því að formlega verði lýst yfir að Nígería sé laus við ebólu í dag. Ebólusmit hefur ekki komið upp í landinu í sex vikur. Yfirvöldum í landinu var hrósað fyrir skjót viðbrögð þegar embættismaður frá Líberíu sem smitaður var af ebólu kom til landsins í júlí.

Sérfræðingar vara þó við kæruleysi þrátt fyrir þennan áfanga, samkvæmt BBC. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti yfir að engin ebólutilfelli væru í Senegal á föstudaginn.

Patrick Sawyer kom til Nígeríu frá Líberíu í júlí og yfirvöld lýstu strax yfir neyðarástandi. Sawyer lést vegna veirunnar, ásamt sjö öðrum. Síðasta ebólutilfelli í landinu var uppgötvað þann 5. september.

Rúmlega 4.500 manns hafa látist vegn ebólu í Vestur-Afríku frá því að faraldurinn hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×