Ríkið með lögbannið til dómstóla Hanna Rún sverrisdóttir skrifar 14. mars 2014 14:21 VÍSIR/GVA Ríkissjóður hefur tilkynnt Sýslumanninum á Selfossi að málinu þar sem sýslumaður hafnaði kröfu ríkisins um lögbann við innheimtu gjalds af ferðamönnum við Geysi verði skotið til dómstóla. Sameigendur ríkisins að svæði við Geysi hafa haft fyrirætlanir um gjaldtöku af ferðamönnum sem fara um svæðið. Fjármála- og efnahagsráðherra fór fram á það við sýslumann að lögmann yrði sett á innheimtu gjaldsins. Sýslmaður hafnaði beiðninni á miðvikudaginn. „Við höldum áfram með okkar áform. Stjórnin mun hittast í kvöld eða í fyrramálið og þá ákveðum við með hvaða hætti við höldum þessu starfi okkar áfram,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Geysisfélagsins, þegar fréttastofa ræddi við hann í vikunni. Gjaldtakan muni því taka gildi á næstu dögum og gjaldið verði 600 krónur. „Við höfum talið það mjög hóflegt, um það bil kaffibolli,“ segir Garðar. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir að eins og komið hafi fram sé hluti lands innan girðingar á svæðinu séreign ríkisins samkvæmt afsali frá 1935. Innan þess séu helstu hverir svæðisins, Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis séreignina sé hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina um það bil 25 prósent í sameignarlandinu með félaginu. Ríkissjóður hafi lýst sig andsnúinn fyrirhugaðri gjaldtöku sameigenda að landinu við Geysi og hafi bent á að landeigendafélagið geti ekki ráðist í framkvæmdir á séreignarlandi ríkissjóðs né innheimt gjald vegna þess. Innheimta gjalds væri sömuleiðis grundvallarbreyting á afnotum svæðisins og tilgangi frá því sem verið hefur og myndi takmarka afnot af sameignarlandi og séreign íslenska ríkisins. Sameigendum ríkisins hafi verið boðið að ríkissjóður bæri kostnað af nauðsynlegum framkvæmdum til að tryggja vernd svæðisins og til að kosta rekstur þess og gæslu á því, út árið 2015. Var þetta boðið gegn því að sameigendur féllu frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt yrði í kjölfarið að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu. „Það er ekki horft til þess að leysa þetta mál með varanlegum hætti og það er það sem við höfum verið að leggja áherslu á síðastliðin þrjú ár. Við viljum koma þessu fyrir með varanlegum hætti, þessu svæði og því starfi sem þarf að eiga sér stað þar,“ sagði Garðar. Tengdar fréttir Ríkið óskar lögbanns á gjaldtöku við Geysi Seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum segir talsmaður Geysisfélagsins en gjaldtaka á að hefjast við Geysi á mánudag. 8. mars 2014 13:08 Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Ríkissjóður hefur tilkynnt Sýslumanninum á Selfossi að málinu þar sem sýslumaður hafnaði kröfu ríkisins um lögbann við innheimtu gjalds af ferðamönnum við Geysi verði skotið til dómstóla. Sameigendur ríkisins að svæði við Geysi hafa haft fyrirætlanir um gjaldtöku af ferðamönnum sem fara um svæðið. Fjármála- og efnahagsráðherra fór fram á það við sýslumann að lögmann yrði sett á innheimtu gjaldsins. Sýslmaður hafnaði beiðninni á miðvikudaginn. „Við höldum áfram með okkar áform. Stjórnin mun hittast í kvöld eða í fyrramálið og þá ákveðum við með hvaða hætti við höldum þessu starfi okkar áfram,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Geysisfélagsins, þegar fréttastofa ræddi við hann í vikunni. Gjaldtakan muni því taka gildi á næstu dögum og gjaldið verði 600 krónur. „Við höfum talið það mjög hóflegt, um það bil kaffibolli,“ segir Garðar. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir að eins og komið hafi fram sé hluti lands innan girðingar á svæðinu séreign ríkisins samkvæmt afsali frá 1935. Innan þess séu helstu hverir svæðisins, Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis séreignina sé hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina um það bil 25 prósent í sameignarlandinu með félaginu. Ríkissjóður hafi lýst sig andsnúinn fyrirhugaðri gjaldtöku sameigenda að landinu við Geysi og hafi bent á að landeigendafélagið geti ekki ráðist í framkvæmdir á séreignarlandi ríkissjóðs né innheimt gjald vegna þess. Innheimta gjalds væri sömuleiðis grundvallarbreyting á afnotum svæðisins og tilgangi frá því sem verið hefur og myndi takmarka afnot af sameignarlandi og séreign íslenska ríkisins. Sameigendum ríkisins hafi verið boðið að ríkissjóður bæri kostnað af nauðsynlegum framkvæmdum til að tryggja vernd svæðisins og til að kosta rekstur þess og gæslu á því, út árið 2015. Var þetta boðið gegn því að sameigendur féllu frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt yrði í kjölfarið að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu. „Það er ekki horft til þess að leysa þetta mál með varanlegum hætti og það er það sem við höfum verið að leggja áherslu á síðastliðin þrjú ár. Við viljum koma þessu fyrir með varanlegum hætti, þessu svæði og því starfi sem þarf að eiga sér stað þar,“ sagði Garðar.
Tengdar fréttir Ríkið óskar lögbanns á gjaldtöku við Geysi Seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum segir talsmaður Geysisfélagsins en gjaldtaka á að hefjast við Geysi á mánudag. 8. mars 2014 13:08 Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Ríkið óskar lögbanns á gjaldtöku við Geysi Seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum segir talsmaður Geysisfélagsins en gjaldtaka á að hefjast við Geysi á mánudag. 8. mars 2014 13:08
Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48