Erlent

Saga Alvarenga stenst

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Bandarísk rannsókn staðfestir ótrúlega sögu Jose Salvador Alverenga, skipbrotsmannsins sem hafði rekið um kyrrahafið í þrettán mánuði.  Hann kom að landi á Marshall-eyjum í lok janúar en margir hafa efast um frásögn hans.

Alvarenga er 37 ára gamall frá El Salvador í Mexíkó.  Hann var ásamt félaga sínum á  hákarlaveiðum í desember 2012 þegar óveður skall á og þá tók að reka út á haf.

Félagi hans  lést en Alvarenga komst ef með því að veiða sér skjaldbökur, fiska og fugla til matar.  Hann rak þvert yfir kyrrahafið, rúmlega 12.500 kílómetra og kom að landi á afskektri strönd á Marshall-eyjum.

Vísindamenn við háskólann í Havaí hafa nú framkvæmt rannsókn og benda útreikningar til þess að saga Alvarenga standist hvað varðar vind og sjávarföll þá þrettán mánuði sem ferðalagið tók. Samkvæmt AFP fréttastofunni notuðust vísindamennirnir við forrit sem byggir á því hvernig brak eftir flóðbylgjuna í Japan árið 2011 ferðaðist yfir kyrrahafið  og gátu þannig reiknað út hversu langan tíma slíkt ferðalag tekur.

Þá hafa mexíkósk yfirvöld og samstarfsmenn Alvarenga staðfest hvarf hans á sínum tíma, en margir hafa efast um sannleiksgildi sögu skipbrotsmannsins. Alvarega er nú komin heim til El Salvador og hefur beðið um frið frá fjölmiðlum á meðan hann jafnar sig í faðmi fjölskyldunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×