Bayern í tölum | Hvert metið slegið á fætur öðru Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2014 14:00 Bæjarar gera lítið annað en að vinna fótboltaleiki. Vísir/Getty Bayern München fagnaði sigri í Meistaradeildinni á síðasta tímabili en liðið vann þrennuna þar sem það stóð einnig uppi sem meistari í þýsku deildinni og í þýska bikarnum. Velgengni liðsins hefur verið gríðarleg frá byrjun síðustu leiktíðar undir stjórn JuppHeynckes og hún heldur áfram undir stjórn Peps Guardiola. Liðið er taplaust í 49 leikjum í deildinni og stefnir á að vera fyrsta liðið í sögunni til að verja Meistaradeildartitilinn. Bayern mætir Arsenal í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en Þjóðverjarnir eru 2-0 yfir eftir fyrri leikinn á Emirates-vellinum í London. Arsenal á svo sannarlega erfitt verkefni fyrir höndum eins og sjá má enda þetta Bayern-liðið engu líkt. Hér að neðan má sjá hluta af því sem Bayern München hefur afrekað undanfarin misseri í tölum. Greinin er fengin af knattspyrnuvefnum Goal.com.Bayern München í tölum:0 - Fjöldi liða sem hefur varið titilinn í Meistaradeildinni síðan hún var sett á laggirnar 1992.3 - Bayern hefur aðeins tapað þremur leikjum síðan í ársbyrjun 2013. Tveir þeirra skiptu engu máli.4 - Bayern hefur aðeins orðið af fjórum stigum í þýsku deildinni í vetur. Liðið gerði jafntefli við Freiburg og Bayer Leverkusen.5 - Fjöldi titla sem Heynckes og Guardiola eru búnir að vinna sem þjálfarar Bayern á einu ári. Deildin, bikarinn, Meistaradeildin, heimsmeistarakeppni félagsliða og Stórbikar Evrópu.10 - Frá og með úrslitaleiknum gegn Dortmund á Wembley í fyrra hefur Bayern unnið tíu útileiki í röð í Meistaradeildinni sem er met.16 - Sigur Bayern á Wolfsburg í þýsku deildinni um síðustu helgi var 16. deildarsigur liðsins í röð. Það er met sem Bayern getur haldið áfram að bæta. Fjórtán sigrar í röð var gamla metið.20 - Bayern er 20 stigum á undan næsta liði í þýsku 1. deildinni og gæti sett met í að vinna titilinn snemma á árinu. Bæjarar unnu titilinn 6. apríl í fyrra en ef svo fer sem horfir verður liðið meistari 25. mars.21 - Bayern hélt 21 sinni hreinu í þýsku deildinni í fyrra. Það met getur liðið bætt í ár.22 -Mario Mandzukic og ThomasMüller eru markahæstu leikmenn liðsins á tímabilinu með 22 mörk. FranckRibéry, MarioGötze og ArjenRobben hafa allir skorað fleiri en tíu mörk.47 - Bayern varð vetrarmeistari fyrir jól með því að vera á toppnum í Þýskalandi í jólafríinu. Stigin 47 sem liðið innbyrti er nýtt met. Fyrra metið var 42 stig sem Bayern setti sjálft á síðustu leiktíð.49 - Bæjarar hafa ekki tapað í síðustu 49 leikjum sínum í þýsku 1. deildinni. Síðast tapaði tapaði liðið fyrir Bayer Leverkusen í október 2012.61 - Markatala Bayern er betri en hjá nokkru öðru liði í sögu þýsku deildarinnar.72 - Fjöldi marka sem liðið hefur skorað í 24 deildarleikjum. Metið er 101 mark og það á Bayern.106 - Leikmenn Bayern hafa skotið 106 sinnum á markið í Meistaradeildinni í vetur, oftar en nokkurt annað lið. Átta skotanna hafa farið í tréverkið sem er auðvitað met.117 - Bayern hefur fengið 117 stig af 123 mögulegum í síðustu leikjum sínum í þýsku 1. deildinni.119 - Fjöldi marka Bæjara í öllum keppnum á tímabilinu í 39 leikjum. Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Tengdar fréttir Wenger vonar að dómarinn verði sanngjarn í kvöld Frakkinn vill að dómarinn verði á tánum á Allianz-vellinum í kvöld því hann er þreyttur á að leika manni færri í mikilvægum leikjum. 11. mars 2014 10:30 Sagan ekki með Man. City og Arsenal í liði í Meistaradeildinni Aðeins sex sinnum hefur lið farið áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir tap í fyrri leik á heimavelli. 11. mars 2014 09:45 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Sjá meira
Bayern München fagnaði sigri í Meistaradeildinni á síðasta tímabili en liðið vann þrennuna þar sem það stóð einnig uppi sem meistari í þýsku deildinni og í þýska bikarnum. Velgengni liðsins hefur verið gríðarleg frá byrjun síðustu leiktíðar undir stjórn JuppHeynckes og hún heldur áfram undir stjórn Peps Guardiola. Liðið er taplaust í 49 leikjum í deildinni og stefnir á að vera fyrsta liðið í sögunni til að verja Meistaradeildartitilinn. Bayern mætir Arsenal í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en Þjóðverjarnir eru 2-0 yfir eftir fyrri leikinn á Emirates-vellinum í London. Arsenal á svo sannarlega erfitt verkefni fyrir höndum eins og sjá má enda þetta Bayern-liðið engu líkt. Hér að neðan má sjá hluta af því sem Bayern München hefur afrekað undanfarin misseri í tölum. Greinin er fengin af knattspyrnuvefnum Goal.com.Bayern München í tölum:0 - Fjöldi liða sem hefur varið titilinn í Meistaradeildinni síðan hún var sett á laggirnar 1992.3 - Bayern hefur aðeins tapað þremur leikjum síðan í ársbyrjun 2013. Tveir þeirra skiptu engu máli.4 - Bayern hefur aðeins orðið af fjórum stigum í þýsku deildinni í vetur. Liðið gerði jafntefli við Freiburg og Bayer Leverkusen.5 - Fjöldi titla sem Heynckes og Guardiola eru búnir að vinna sem þjálfarar Bayern á einu ári. Deildin, bikarinn, Meistaradeildin, heimsmeistarakeppni félagsliða og Stórbikar Evrópu.10 - Frá og með úrslitaleiknum gegn Dortmund á Wembley í fyrra hefur Bayern unnið tíu útileiki í röð í Meistaradeildinni sem er met.16 - Sigur Bayern á Wolfsburg í þýsku deildinni um síðustu helgi var 16. deildarsigur liðsins í röð. Það er met sem Bayern getur haldið áfram að bæta. Fjórtán sigrar í röð var gamla metið.20 - Bayern er 20 stigum á undan næsta liði í þýsku 1. deildinni og gæti sett met í að vinna titilinn snemma á árinu. Bæjarar unnu titilinn 6. apríl í fyrra en ef svo fer sem horfir verður liðið meistari 25. mars.21 - Bayern hélt 21 sinni hreinu í þýsku deildinni í fyrra. Það met getur liðið bætt í ár.22 -Mario Mandzukic og ThomasMüller eru markahæstu leikmenn liðsins á tímabilinu með 22 mörk. FranckRibéry, MarioGötze og ArjenRobben hafa allir skorað fleiri en tíu mörk.47 - Bayern varð vetrarmeistari fyrir jól með því að vera á toppnum í Þýskalandi í jólafríinu. Stigin 47 sem liðið innbyrti er nýtt met. Fyrra metið var 42 stig sem Bayern setti sjálft á síðustu leiktíð.49 - Bæjarar hafa ekki tapað í síðustu 49 leikjum sínum í þýsku 1. deildinni. Síðast tapaði tapaði liðið fyrir Bayer Leverkusen í október 2012.61 - Markatala Bayern er betri en hjá nokkru öðru liði í sögu þýsku deildarinnar.72 - Fjöldi marka sem liðið hefur skorað í 24 deildarleikjum. Metið er 101 mark og það á Bayern.106 - Leikmenn Bayern hafa skotið 106 sinnum á markið í Meistaradeildinni í vetur, oftar en nokkurt annað lið. Átta skotanna hafa farið í tréverkið sem er auðvitað met.117 - Bayern hefur fengið 117 stig af 123 mögulegum í síðustu leikjum sínum í þýsku 1. deildinni.119 - Fjöldi marka Bæjara í öllum keppnum á tímabilinu í 39 leikjum.
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Tengdar fréttir Wenger vonar að dómarinn verði sanngjarn í kvöld Frakkinn vill að dómarinn verði á tánum á Allianz-vellinum í kvöld því hann er þreyttur á að leika manni færri í mikilvægum leikjum. 11. mars 2014 10:30 Sagan ekki með Man. City og Arsenal í liði í Meistaradeildinni Aðeins sex sinnum hefur lið farið áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir tap í fyrri leik á heimavelli. 11. mars 2014 09:45 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Sjá meira
Wenger vonar að dómarinn verði sanngjarn í kvöld Frakkinn vill að dómarinn verði á tánum á Allianz-vellinum í kvöld því hann er þreyttur á að leika manni færri í mikilvægum leikjum. 11. mars 2014 10:30
Sagan ekki með Man. City og Arsenal í liði í Meistaradeildinni Aðeins sex sinnum hefur lið farið áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir tap í fyrri leik á heimavelli. 11. mars 2014 09:45