Erlent

"Sá klikkaðasti" drepinn í annað sinn

Freyr Bjarnason skrifar
"Nazario mun alltaf lifa í hjörtum okkar,“ stendur á þessu spjaldi sem karlmaður hélt á í minningargöngu um eiturlyfjabaróninn.
"Nazario mun alltaf lifa í hjörtum okkar,“ stendur á þessu spjaldi sem karlmaður hélt á í minningargöngu um eiturlyfjabaróninn. Mynd/AP
Mexíkósk stjórnvöld hafa staðfest að leiðtogi eiturlyfjahringsins Knights Templar hefði verið drepinn í skotárás.

Tíðindin koma á óvart því stjórnvöld höfðu áður sagt að hann hefði látist árið 2010. Í þetta sinn staðfestu fingraför svo ekki verður um villst að um væri að ræða Nazario Moreno Gonzalez, sem var kallaður „Sá klikkaðasti“.

Mexíkóska lögreglan hefur verið dugleg að handataka eiturlyfjabaróna því á undanförnu ári hafa tveir til viðbótar verið handteknir án þess að einu byssuskoti hafi verið hleypt af.

Alejandro Rubido, talsmaður ríkisstjórnar Mexíkó, sagði að þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið 2010 að Moreno hefði verið drepinn í skotárás við lögregluna, hafi það komið í ljós í janúar síðastliðnum að hann væri á lífi. Lík hans hafði ekki fundist á sínum tíma.

„Nafnlausar ábendingar gáfu í skyn að Nazario Morento væri ekki aðeins á lífi, heldur væri enn að stjórna glæpagengi sem beitti fjárkúgun, stundaði mannrán og aðra glæpi,“ sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×