Lífið

Sölvi Fannar við EasyJet: „Why do you not call your cabin baggage: cabbage?“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Framkvæmdastjórinn, leikarinn, einkaþjálfarinn, fyrirlesarinn, rithöfundurinn, ljóðskáldið, tónlistarmaðurinn og dansarinn Sölvi Fannar brá á það ráð að senda uppástungu til lággjaldaflugfélagsins EasyJet fyrir stuttu.

„Why do you not call your cabin baggage: cabbage?“ sendi Sölvi til flugfélagsins en á íslensku mætti þýða það sem: Af hverju kallið þið ekki farangur í farþegarými kál? Leikur Sölvi sér þarna með enskuna.

Fyrirspurn Sölva er á vefsíðunni 9gag en inni á síðunni enda alls kyns fyndnar myndir og myndbönd alls staðar að úr heiminum. En hver setti fyrirspurnina þar inn?

„Það var nú reyndar bara ég sjálfur, enda kann ég vel að meta þegar fólk hefur fyrir því að koma öðrum til að hlæja. En ég hafði engan veginn hugleitt að þetta myndi enda á 9gag þegar ég skrifaði þeim á EasyJet uppástunguna, sem ég sendi inn í gegnum þjónustuverið. Síðar var mér bent á það, af erlendum vini mínum reyndar, að það gæti verið fyndið, fyrir einhverja alla vega, að setja þetta inn á 9gag,“ segir Sölvi glaður í bragði.

Sölvi hefur aðeins fengið sjálfvirkt svar frá flugfélaginu þar sem þakkað er fyrir uppástunguna. Ekkert persónulegt svar er komið enda gefa forsvarsmenn flugfélagsins sér hálfan mánuð til að svara. En vonast Sölvi ekki til að EasyJet breyti orðalagi sínu til að gleðja flugfarþega?

„Ég ætla rétt að vona það! Það yrði alla vega til þess að vekja verulega athygli,“ segir hann. En af hverju sendi hann fyrirspurnina?

„Ég er frekar „spontant“ og þegar mér dettur eitthvað svona í hug þá bara kýli ég á það.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.