Erlent

Norður-Kóreumenn vilja sameiginlega rannsókn

Atli Ísleifsson skrifar
Til stóð að kvikmyndin yrði frumsýnd á jóladag.
Til stóð að kvikmyndin yrði frumsýnd á jóladag. Vísir/AFP
Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa boðist til að fram fari sameiginleg rannsókn bandarískra og norður-kóreskra yfirvalda á árásum tölvuþrjóta á framleiðslufyrirtækið Sony.

Norður-kóresk stjórnvöld hafna því með öllu að standa á bakvið árásirnar og saka Bandaríkjamenn um að hafa komið með ásakanir sem enginn fótur sé fyrir. Segja þeir að sameiginleg rannsókn myndi afsanna allar kenningar um aðild Norður-Kóreumanna að árásunum.

Talsmenn Bandaríkjastjórnar svöruðu engu til um boð Norður-Kóreumanna en sögðu þá verða að viðurkenna sekt sína og bæta Sony þann skaða sem árásirnar hafa valdið.

Sony hefur ákveðið að hætta við sýningu myndarinnar The Interview vegna hótana tölvuþrjóta, sem bandaríska alríkislögreglan FBI, segjist tengjast norður-kóreskum stjórnvöldum.

Kvikmyndin fjallar um tvo menn sem eru ráðnir eru til starfa af bandarískum yfirvöldum til að ráða leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un af dögum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×