Erlent

Lestrarskilningur barna aukinn með aðstoð hunda

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Þessi stúlka les fyrir hundinn Ella, sem er af gerðinni Golden Retriver.
Þessi stúlka les fyrir hundinn Ella, sem er af gerðinni Golden Retriver. VÍSIR/AFP
Bókasafn í Eistlandi vinnur markvisst að því að auka sjálfstraust barna, auka lestrargetu þeirra og félagslega færni með því að leyfa þeim að lesa upphátt fyrir hunda. Þrír hundar lána eyru sín tvisvar í mánuði fyrir börn á öllum aldri.

Aldurshópurinn er breiður, allt frá fimm ára aldri upp í sextán ára aldur.

„Þetta er allra besta lausn sem til er fyrir börn með lestrarörðugleika eða lágt sjálfstraust,“ segir Ewa Roots, verkefnastjóri, við fréttastofu AFP.

Börnin fá sjálf að velja fyrir hvaða hund þau vilja lesa og taka þau með sér bók að eigin vali.

Þá eru börn sem eiga hunda fyrir hvött til þess að lesa fyrir þá heima.

„Hundar eru aldrei gagnrýnir á mistök, ólíkt öðrum börnum og fullorðnum, og eru rólegir, góðir hlustendur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×