Erlent

N-Kórea vísaði trúboða úr landi

Freyr Bjarnason skrifar
John Short hefur verið vísað frá Norður-Kóreu.
John Short hefur verið vísað frá Norður-Kóreu. Mynd/AP
Ástralski trúboðinn John Short, sem var handtekinn í Norður-Kóreu fyrir að breiða út boðskap kristinnar trúar, segist hafa verið yfirheyrður í fjórar klukkustundir á dag og hafður undir sólahringseftirliti í þrettán daga.

Hinum 75 ára Short var vísað úr landinu eftir að hann hafði beðist afsökunar á því að hafa brotið lög með athæfi sínu. Short segist hafa leitað til Biblíunnar eftir andlegum styrk til að þola „langar og erfiðar yfirheyrslur“ N-Kóreumanna.

„Ég mótmælti því harðlega að ég væri njósnari, að væri að vinna fyrir suður-kóreskar stofnanir og að ég hefði eitthvað á móti Norður-Kóreu,“ skrifaði Short í yfirlýsingu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×