Erlent

Snowden á SXSW-ráðstefnunni

Freyr Bjarnason skrifar
Edward Snowden heldur fyrirlestur á ráðstefnunni.
Edward Snowden heldur fyrirlestur á ráðstefnunni. Mynd/AP
Uppljóstrarinn Edward Snowden verður einn af fyrirlesurum á South by Southwest Interactive-hátíðinni sem hefst á föstudaginn í Austin í Texas.

Snowden verður þó ekki á bandarískri grundu heldur talar hann frá Rússlandi um það hvernig tæknisamfélagið þarf að verja sig gegn stórum eftirlitskerfum. Snowden mun ræða við tæknisérfræðinginn Christopher Soghoina um áhrif Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, á tæknisamfélagið og hvernig tæknin getur verndað okkur frá stórum eftirlitskerfum,“ sagði í tilkynningu frá SXSW.

Gestir í salnum geta spurt spurninga á fyrirlestrinum, auk þess sem fjölmiðillinn The Texas Tribune sendir beint frá honum á netinu.

Snowden er fyrrverandi starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, og verktaki hjá NSA sem flúði frá Bandaríkjunum eftir að hann lak njósnaupplýsingum frá bandarískum stjórnvöldum. Hann fékk tímabundið hæli í Rússlandi á síðasta ári. Hann á yfir sér ákærur fyrir njósnir og þjófnað á bandarískum eigum í Bandaríkjunum.

Á meðal annarra fyrirlesara á SXSW-hátíðinni verða mannréttindalögfræðingurinn Glenn Greenwald og Julian Assange, stofnandi WikiLeaks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×