Erlent

Kosningar á Indlandi í apríl

Freyr Bjarnason skrifar
Aðgerðasinnar úr Aam Aadmi-flokknum lentu í rimmu við aðgerðasinna úr Bharatiya Janata-flokknum í gær.
Aðgerðasinnar úr Aam Aadmi-flokknum lentu í rimmu við aðgerðasinna úr Bharatiya Janata-flokknum í gær. Mynd/AP
Þingkosningar hefjast á Indlandi 7. apríl og standa yfir til 12. maí. Margir sérfræðingar telja að kosningarnar verði þær mikilvægustu í rúm þrjátíu ár í þessu fjölmennasta lýðveldi heimsins.

Mikil óánægja hefur ríkt á Indlandi að undanförnu vegna spillingar og vonbrigða yfir frammistöðu stjórnmálaveldisins Nehru-Gandhi, sem hefur ríkt yfir indverskum stjórnmálum síðan landið öðlaðist sjálfstæði frá Bretum árið 1947.

Þess vegna þykir stjórnarandstöðuflokkurinn Bharatiya Janata líklegur til árangurs í kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×