Félagsskapur af frjóu fólki Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2014 12:30 Stemningin á æfingum er engu lík. „Þetta er óneitanlega mikill heiður og ég er mjög stolt af því að fá að vera þrjátíu ára afmælishöfundur,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir. Hún skrifaði söngleikinn Stund milli stríða sem leikfélagið Hugleikur frumsýnir í Tjarnarbíói á laugardaginn í tilefni af þrjátíu ára afmæli félagsins. „Þetta er verk sem gerist á millistríðsárunum í kreppu. Ég skoðaði tíðarandann og hvað hefði verið að gerast á þessum tíma. Þá sá ég að það er ótrúlega margt sem speglast við okkar samtíma og mjög gaman að kafa ofan í það. Þetta er vonandi hæfileg blanda af gamni og alvöru. Þetta er bæði svolítill fíflaskapur en líka grafalvarlegir hlutir eins og berklar og bankaþrot. Svo brestur fólk í söng og syngur um von, þrá, vonbrigði og gleði,“ segir Þórunn. Hún skrifaði sitt fyrsta verk fyrir Hugleik árið 2002 með söngleiknum Kolrössu og hefur síðan þá sett upp nokkur verk í samstarfi við leikfélagið. „Þetta hefur verið mjög farsælt samstarf. Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa ratað inn í þennan félagsskap af frjóu fólki. Ég held að ég hefði ekki byrjað að skrifa nema út af þessu umhverfi. Það er svo hvetjandi að vera innan um svona margt fólk sem er að skapa, hvort sem það er tónlist eða ljóð. Það er gífurlega örvandi,“ segir Þórunn. Hún hefur líka skrifað óperur sem settar hafa verið upp í Tónlistarskóla Reykjavíkur þar sem hún er aðstoðarskólastjóri alla jafna en er nú starfandi skólastjóri á meðan hann er í ársleyfi. Leikfélagið Hugleikur er elsta áhugaleikfélag Reykjavíkur og hefur eingöngu sett upp verk sem rituð eru af félagsmönnunum sjálfum. Alls taka sextán leikarar þátt í uppfærslunni á Stund á milli stríða ásamt hljómsveit en leikstjóri er Jón St. Kristjánsson sem sviðsetti einmitt söngleikinn Kolrössu árið 2002. Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Þetta er óneitanlega mikill heiður og ég er mjög stolt af því að fá að vera þrjátíu ára afmælishöfundur,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir. Hún skrifaði söngleikinn Stund milli stríða sem leikfélagið Hugleikur frumsýnir í Tjarnarbíói á laugardaginn í tilefni af þrjátíu ára afmæli félagsins. „Þetta er verk sem gerist á millistríðsárunum í kreppu. Ég skoðaði tíðarandann og hvað hefði verið að gerast á þessum tíma. Þá sá ég að það er ótrúlega margt sem speglast við okkar samtíma og mjög gaman að kafa ofan í það. Þetta er vonandi hæfileg blanda af gamni og alvöru. Þetta er bæði svolítill fíflaskapur en líka grafalvarlegir hlutir eins og berklar og bankaþrot. Svo brestur fólk í söng og syngur um von, þrá, vonbrigði og gleði,“ segir Þórunn. Hún skrifaði sitt fyrsta verk fyrir Hugleik árið 2002 með söngleiknum Kolrössu og hefur síðan þá sett upp nokkur verk í samstarfi við leikfélagið. „Þetta hefur verið mjög farsælt samstarf. Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa ratað inn í þennan félagsskap af frjóu fólki. Ég held að ég hefði ekki byrjað að skrifa nema út af þessu umhverfi. Það er svo hvetjandi að vera innan um svona margt fólk sem er að skapa, hvort sem það er tónlist eða ljóð. Það er gífurlega örvandi,“ segir Þórunn. Hún hefur líka skrifað óperur sem settar hafa verið upp í Tónlistarskóla Reykjavíkur þar sem hún er aðstoðarskólastjóri alla jafna en er nú starfandi skólastjóri á meðan hann er í ársleyfi. Leikfélagið Hugleikur er elsta áhugaleikfélag Reykjavíkur og hefur eingöngu sett upp verk sem rituð eru af félagsmönnunum sjálfum. Alls taka sextán leikarar þátt í uppfærslunni á Stund á milli stríða ásamt hljómsveit en leikstjóri er Jón St. Kristjánsson sem sviðsetti einmitt söngleikinn Kolrössu árið 2002.
Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira