Lífið

Hross í Oss með tvenn verðlaun í Gautaborg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hross í Oss hefur unnið til margra verðlauna.
Hross í Oss hefur unnið til margra verðlauna. fréttablaðið/daníel
Íslenskri kvikmyndagerð var gert hátt undir höfði á kvikmyndahátíð í Gautaborg sem lauk í dag.

Hross í Oss, eftir Benedikt Erlingsson, var í aðalkeppni hátíðarinnar ásamt Málmhaus eftir Ragnar Bragason, og hlaut hún tvenn verðlaun.

Hross í Oss hlaut áhorfendaverðlaunin og verðlaun alþjóðlegra gagnrýnenda (FIPRESCI verðlaunin).

Þá veitti Baltasar Kormákur sérstökum heiðursverðlaunum viðtöku, en þetta var í fyrsta skipti sem slík viðurkenning var veitt á hátíðinni.

Alls voru 13 íslenskar myndir sýndar á hátíðinni, þar af sjö í sérstökum fókus á íslenska kvikmyndagerð.

Auk íslenskra kvikmynda var fjöldi viðburða tengdum íslenskri kvikmyndagerð og íslenskum kvikmyndagerðarmönnum.

Þar má nefna „masterclass“ með Baltasar Kormáki, sérstökum umræðum um íslenska kvikmyndagerð.

þar sem Friðrik Þór Friðriksson og Benedikt Erlingsson voru meðal þátttakenda.

Nánari upplýsingar um fókus hátíðarinnar á íslenska kvikmyndagerð má nálgast hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.