Menning

Ljósmyndasafn Reykjavíkur opnar nýtt sýningarrými í dag

Petites Pauses. Franski ljósmyndarinn Vincent Malassis á fyrstu sýninguna í Kubbnum.
Petites Pauses. Franski ljósmyndarinn Vincent Malassis á fyrstu sýninguna í Kubbnum.
Kubburinn er nýtt sýningarrými í aðalsýningarsal Ljósmyndasafns Reykjavíkur sem opnað verður í dag. Tilgangur Kubbsins er að bjóða upp á aukið sýningarrými í safninu og gefa fleiri ljósmyndurum og listamönnum sem vinna með ljósmyndamiðilinn kost á að koma verkum sínum á framfæri. Í rýminu er skjávarpi, sýningarveggur og stólar fyrir áhorfendur.



Franski ljósmyndarinn Vincent Malassis sýnir fyrstur í Kubbnum verkið „Petites Pauses“. Þar má sjá landslagsmyndir og portrett af íbúum þorps djúpt inni í skóglendi Bretaníuhéraðs í norðvesturhluta Frakklands. Hringsól hversdagsleikans og aðstæður persónanna ganga þvert á stellingarnar sem ljósmyndarinn hefur sett þær í. Myndirnar eru á mörkum heimildarljósmyndunar og uppstilltra ljósmynda, í anda vestrænnar málaralistar.



Vincent Malassis býr og starfar sem ljósmyndari í Frakklandi. Auk þess vinnur hann sem leikhústónskáld og tónlistarmaður. Sýningin verður opin til 7. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×