Vilja fá Íslendinga til að byggja á Mars Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. janúar 2014 10:30 Gagnrýnandi Artforum hrífst af málverkum Hallgríms. Fréttablaðið/Valli Fjallað er um síðustu málverkasýningu Hallgríms Helgasonar í desemberhefti hins virta listatímarits Artforum sem gefið er út í New York og fjallar reglulega um myndlistarsýningar í helstu borgum heimsins. Að þessu sinni er gagnrýnandi blaðsins Douglas Coupland, hinn frægi kanadíski höfundur bókanna Generation X og Microserfs, sem var gestur Bókmennahátíðar í Reykjavík 2013. Sýningin var haldin á haustmánuðum í Tveimur hröfnum Listhúsi við Baldursgötu í Reykjavík og bar titilinn Íslensk bókmenntasaga 4. bindi. Þar sýndi Hallgrímur svarthvít portrett af helstu rithöfundum Íslands sem störfuðu á fyrri hluta 20. aldar. Í umfjöllun sinni segist Coupland hrífast af málverkunum, einkum mynd af Þórbergi Þórðarsyni og málverki sem sýnir Halldór Laxness með Nóbelsverðlaunin umkringdur kjólklæddum kollegum, sem hann líkir við portrett af íslenskri þjóð. „Verkið fangar alla þá spennu sem skapast þegar margir stórir fiskar búa saman í mjög lítilli tjörn, sem og það tilfinningaveður sem gjarnan fylgir stórum fjölskylduboðum.“ Coupland segir verkin minna á seríu þýska málarans Gerhards Richter frá 1972, 48 portrett, og ræðir síðan smæð íslensks samfélags og bókhneigð þess. Segir hann landið það eina á jörðinni sem geti með sanni sagst tilheyra öðrum hnöttum og skorar á NASA að fá íslenska sjálfboðaliða til að byggja Mars, þeir séu best til þess fallnir, vanir slíku landslagi og lífi í örsamfélagi. „Og ef einhvern tíma myndast byggð á Mars mun það marsíska samfélag og bókmenntir þess sjálfsagt líkjast því Íslandi sem Helgason lýsir svo hreinskilnislega.“ Hallgrímur Helgason nam við Myndlista- og handíðaskólann 1979-80 og Listaakademíuna í München 1981-82. Hann hefur haldið yfir 30 einkasýningar heima og erlendis, og verk hans má finna í eigu safna á Íslandi og í Frakklandi, sem og í einkasöfnum í Bandaríkjunum og Sviss. Hann hefur einkum fengist við skriftir hin síðari ár en tók fram penslana á ný á liðnu ári og ráðgerir aðra sýningu í Tveimur hröfnum á árinu 2015. Menning Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Fjallað er um síðustu málverkasýningu Hallgríms Helgasonar í desemberhefti hins virta listatímarits Artforum sem gefið er út í New York og fjallar reglulega um myndlistarsýningar í helstu borgum heimsins. Að þessu sinni er gagnrýnandi blaðsins Douglas Coupland, hinn frægi kanadíski höfundur bókanna Generation X og Microserfs, sem var gestur Bókmennahátíðar í Reykjavík 2013. Sýningin var haldin á haustmánuðum í Tveimur hröfnum Listhúsi við Baldursgötu í Reykjavík og bar titilinn Íslensk bókmenntasaga 4. bindi. Þar sýndi Hallgrímur svarthvít portrett af helstu rithöfundum Íslands sem störfuðu á fyrri hluta 20. aldar. Í umfjöllun sinni segist Coupland hrífast af málverkunum, einkum mynd af Þórbergi Þórðarsyni og málverki sem sýnir Halldór Laxness með Nóbelsverðlaunin umkringdur kjólklæddum kollegum, sem hann líkir við portrett af íslenskri þjóð. „Verkið fangar alla þá spennu sem skapast þegar margir stórir fiskar búa saman í mjög lítilli tjörn, sem og það tilfinningaveður sem gjarnan fylgir stórum fjölskylduboðum.“ Coupland segir verkin minna á seríu þýska málarans Gerhards Richter frá 1972, 48 portrett, og ræðir síðan smæð íslensks samfélags og bókhneigð þess. Segir hann landið það eina á jörðinni sem geti með sanni sagst tilheyra öðrum hnöttum og skorar á NASA að fá íslenska sjálfboðaliða til að byggja Mars, þeir séu best til þess fallnir, vanir slíku landslagi og lífi í örsamfélagi. „Og ef einhvern tíma myndast byggð á Mars mun það marsíska samfélag og bókmenntir þess sjálfsagt líkjast því Íslandi sem Helgason lýsir svo hreinskilnislega.“ Hallgrímur Helgason nam við Myndlista- og handíðaskólann 1979-80 og Listaakademíuna í München 1981-82. Hann hefur haldið yfir 30 einkasýningar heima og erlendis, og verk hans má finna í eigu safna á Íslandi og í Frakklandi, sem og í einkasöfnum í Bandaríkjunum og Sviss. Hann hefur einkum fengist við skriftir hin síðari ár en tók fram penslana á ný á liðnu ári og ráðgerir aðra sýningu í Tveimur hröfnum á árinu 2015.
Menning Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira