Fær hálfan milljarð króna fyrir sinn hlut í Datamarket Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. nóvember 2014 18:54 Upplýsingatæknifyrirtækið Qlik hefur keypt allt hlutafé í Datamarket á 13,5 milljónir dollara, jafnvirði 1,6 milljarða króna. Stofnandi Datamarket sem byrjaði með tvær hendur tómar árið 2008 fær tæplega hálfan milljarð króna í sinn hlut. Hjálmar Gíslason, sjálflærður forritari, stofnaði Datamarket með nær tvær hendur tómar árið 2008. Fyrirtækið, sem hefur vaxið og dafnað, hefur sérhæft sig í lausnum við miðlun mikils magns tölulegra upplýsinga. Það má segja að Datamarket hafi í raun gegnt mikilvægu samfélagslegu hlutverki á Íslandi með því að miðla upplýsingum eins og tölfræði úr fjárlögum til almennings á netinu með myndrænum hætti. Þau tíðindi urðu í gær að bandaríska fyrirtækið Qlik, sem er skráð á markað vestanhafs í Nasdaq vísitölunni, keypti allt hlutafé Datamarket. „Við kynntumst þessu fyrirtæki, Qlik Technologies, fyrir um það bil ári síðan. Þeir höfðu áhuga á tækni sem við höfðum byggt upp. Við höfum allt þetta ár verið í þessum viðræðum sem leiddu til þessarar sölu. Kaupverðið er 13,5 milljónir dollara, um það bill 1,6 milljarðar króna,“ segir Hjálmar en Qlik sérhæfir sig í lausnum á sviði viðskiptagreindar. Stærstu hluthafar Datamarket auk Hjálmars, sem fer með tæplega 27 prósenta hlut, voru fjárfestingarsjóðurinn Frumtak sem átti 40 prósent, Investa fjárfestingarfélag sem átti 7,6 prósent, Meson Holding í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar sem hélt á 5,7 prósenta hlut og þá átti Frosti Sigurjónsson alþingismaður rúmlega 4 prósenta hlut í fyrirtækinu.Á grænni grein fjárhagslega Ljóst er að Hjálmar fær vel á fimmta hundrað milljónir króna fyrir sín hlutabréf í félaginu við söluna og er því á grænni grein fjárhagslega. Hjálmar segir að nýr eigandi Datamarket gefi félaginu byr í seglin og starfsemin hér á Íslandi verði efld en sjálfur tekur hann við stöðu hjá Qlik í Bandaríkjunum. „Ég fer í það að sinna því verkefni að koma okkar tækni inn í þeirra lausnir og við erum ekki að gefa neitt of mikið upp um þau plön sem framundan eru,“ segir Hjálmar. Tengdar fréttir Qlik kaupir Datamarket Kaupvirðið er að hámarki um 1,6 milljarðar króna. Framkvæmdastjóri Datamarket segir að fyrirtækið verði ekki flutt úr landi. 31. október 2014 21:53 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Upplýsingatæknifyrirtækið Qlik hefur keypt allt hlutafé í Datamarket á 13,5 milljónir dollara, jafnvirði 1,6 milljarða króna. Stofnandi Datamarket sem byrjaði með tvær hendur tómar árið 2008 fær tæplega hálfan milljarð króna í sinn hlut. Hjálmar Gíslason, sjálflærður forritari, stofnaði Datamarket með nær tvær hendur tómar árið 2008. Fyrirtækið, sem hefur vaxið og dafnað, hefur sérhæft sig í lausnum við miðlun mikils magns tölulegra upplýsinga. Það má segja að Datamarket hafi í raun gegnt mikilvægu samfélagslegu hlutverki á Íslandi með því að miðla upplýsingum eins og tölfræði úr fjárlögum til almennings á netinu með myndrænum hætti. Þau tíðindi urðu í gær að bandaríska fyrirtækið Qlik, sem er skráð á markað vestanhafs í Nasdaq vísitölunni, keypti allt hlutafé Datamarket. „Við kynntumst þessu fyrirtæki, Qlik Technologies, fyrir um það bil ári síðan. Þeir höfðu áhuga á tækni sem við höfðum byggt upp. Við höfum allt þetta ár verið í þessum viðræðum sem leiddu til þessarar sölu. Kaupverðið er 13,5 milljónir dollara, um það bill 1,6 milljarðar króna,“ segir Hjálmar en Qlik sérhæfir sig í lausnum á sviði viðskiptagreindar. Stærstu hluthafar Datamarket auk Hjálmars, sem fer með tæplega 27 prósenta hlut, voru fjárfestingarsjóðurinn Frumtak sem átti 40 prósent, Investa fjárfestingarfélag sem átti 7,6 prósent, Meson Holding í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar sem hélt á 5,7 prósenta hlut og þá átti Frosti Sigurjónsson alþingismaður rúmlega 4 prósenta hlut í fyrirtækinu.Á grænni grein fjárhagslega Ljóst er að Hjálmar fær vel á fimmta hundrað milljónir króna fyrir sín hlutabréf í félaginu við söluna og er því á grænni grein fjárhagslega. Hjálmar segir að nýr eigandi Datamarket gefi félaginu byr í seglin og starfsemin hér á Íslandi verði efld en sjálfur tekur hann við stöðu hjá Qlik í Bandaríkjunum. „Ég fer í það að sinna því verkefni að koma okkar tækni inn í þeirra lausnir og við erum ekki að gefa neitt of mikið upp um þau plön sem framundan eru,“ segir Hjálmar.
Tengdar fréttir Qlik kaupir Datamarket Kaupvirðið er að hámarki um 1,6 milljarðar króna. Framkvæmdastjóri Datamarket segir að fyrirtækið verði ekki flutt úr landi. 31. október 2014 21:53 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Qlik kaupir Datamarket Kaupvirðið er að hámarki um 1,6 milljarðar króna. Framkvæmdastjóri Datamarket segir að fyrirtækið verði ekki flutt úr landi. 31. október 2014 21:53