Erlent

Fylgstu með í beinni: Geimfari skotið á loft í kvöld

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Alþjóðlegu geimstöðinni.
Frá Alþjóðlegu geimstöðinni. Vísir/AFP
Geimfarinu Antares verður skotið á loft frá Virginíu-ríki í Bandaríkjunum klukkan tuttugu mínútur yfir tíu í kvöld. Antares er á leið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) með rúmlega tvö þúsund kíló af byrgðum og varahlutum í farteskinu.

Tugir milljóna Bandaríkjamanna munu geta fylgst með Antares takast á loft en einnig mun NASA sýna beint frá geimskotinu í spilaranum hér fyrir  neðan. Þar verður einnig hægt að fylgjast með því þegar Antares kemur í höfn á geimstöðinni en það verður um klukkan ellefu að íslenskum tíma.

Flauginni átti að skjóta á loft í gærkvöldi, en því var frestað á síðustu stundu. 

Uppfært klukkan 22:38

Ekki tókst betur til en svo að geimfarið Antares sprakk í loft upp við flugtak. Nánar um það hér þar sem sjá má sprenginguna.


Broadcast live streaming video on Ustream



Fleiri fréttir

Sjá meira


×