Erlent

Þúsundir fylgdu Brown til grafar

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Sungið í jarðarförinni. Þúsundir manna voru viðstaddir útför unga mannsins sem lögreglumaður varð að bana í Ferguson.
Sungið í jarðarförinni. Þúsundir manna voru viðstaddir útför unga mannsins sem lögreglumaður varð að bana í Ferguson. Vísir/AP
Fjölskylda Michaels Brown segir hann hafa verið ljúfling hinn mesta. Hann hafi verið metnaðargjarn og látið þau orð falla að nafn sitt yrði einhvern tímann á allra vörum.

Sú spá rættist í vissum skilningi þegar hvítur lögreglumaður skaut Brown, sem var dökkur á hörund, til bana úti á götu í Ferguson þann 9. ágúst. Síðan þá hefur fólk mætt daglega út á götur í Ferguson og víðar í Bandaríkjunum til að mótmæla lögregluofbeldi og þeirri mismunun sem þeldökkir upplifa daglega víða í Bandaríkjunum.

Þúsundir manna komu til útfarar Browns í gær, en hann var jarðsunginn frá baptistakirkju í St. Louis.

Eric Davis, einn af frændum Browns, sagði samfélagið hafa fengið nóg af þessum „tilgangslausu manndrápum“. Hann hvatti fólk til þess að nýta sér frekar atkvæðarétt sinn og þrýsta á um breytingar.


Tengdar fréttir

Þjóðvarðliðið dregið frá Ferguson

Ríkisstjóri Missouri-ríkis í Bandaríkjunum hefur fyrirskipað að þjóðvarðliðið verði dregið frá bænum Ferguson þar sem dregið hefur úr mótmælum í bænum í sem hófust í kjölfar þess að lögreglumenn skutu 18 ára pilt til bana.

Lögregla í St. Louis birtir myndband af skotárás

Lögreglan í St. Louis í Bandaríkjunum hefur birt myndband sem sýnir frá því þegar lögreglumenn skutu til bana hinn 25 ára Kajieme Powell fyrir utan verslun í borginni á þriðjudag.

Reiðin kraumar enn í Ferguson

Lögreglumenn í bænum Ferguson í Missouri beittu táragasi enn á ný gegn mótmælendum í bænum í nótt en þar hefur allt verið á suðupunkti frá því óvopnaður unglingspiltur var skotinn til bana af lögreglumanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×